Fréttir frá Bifröst

Vorönn lokið og sumarönn byrjuð. 7,9 í meðaleinkunn á vorönn. Sorglega stutt frá því að vera talsvert hærri en það þýðir ekki að græta það, í fyrra hækkaði ég upp í flestum fögum við námundun en núna féll krónan bara hinum megin og ég held að ég geti alveg unað ágætlega við þessa einkunn. Hún er allavegana bæting frá því síðast og eins lengi ég ég stend ekki stað eða lækka þá hlýt ég að vera sáttur, sérstaklega í skóla með miklar kröfur. Markmið fyrir næstu önn er að fara yfir 8 í meðaleinkunn en á haustönn verð ég í Dublin í námi og ég hef ekki hugmynd hvernig skipulaginu þar er háttað en maður verður að setja sér markmið.

Missó gekk vonum framar og við fengum 8,5 sem er næst hæsta einkunn sem gefin var og aðeins 2 hópar hærri. Annar þeirra var með 2 aukakennara innaborðs (sem voru á bifrastarlistanum) og hinn líka með einstakling eða einstaklinga á Bifrastarlistanum innanborðs svo ég held að ég geti ekki verið annað en megasáttur en ég var vakandi í 38 tíma til að klára það.

Núna er ég bara í einum áfanga í einu í 3 vikur sem mér finnst bara alveg frábært. Ég ákvað að byrja bara af hörku og setið stíft við síðan á mánudag en ég get ekki sagt að það sé mikið stress á manni. Ég byrja yfirleitt verkefnavinnu í kringum hádegi (eftir fyrirlestur) og vinn til svona miðnættis með kaffibolla í annari og heyrnartólin á hausnum í rólegheitum og án alls stress en önnin er nú bara rétt að byrja svo við sjáum hvernig þetta þróast.

Er búinn að vera að skoða herbergi í Dublin en er að spá í að bíða aðeins fram á sumar með að finna mér eitthvað þar sem mér sýnist úrvalið vera nóg. Verðið er reyndar mjög hátt þarna út og ég er sáttur ef ég fæ herbergi í einhverri íbúð hjá einhverju fólki á 400 evrur á mánuði sem er svona 45 þúsund. Ef ég leigi herbergi af skólanum þá ætla þeir að rukka mig 720 evrur á mánuði sem er 82 þúsund fyrir einstaklingsherbergi með sameiginlegu eldhúsi og annari aðstöðu. Ég veit ekki hvað fólk er með í laun þarna í Dublin en það hljóta að vera einhverjar milljónir þar sem stúdentagarðar virðast rukka á við hótel hérlendis liggur við.

En nóg um Dublin. Ég fékk helgarfrí síðustu helgi og naut þess í botn en þá hafði ég ekki komið heim í einhverjar 3-4 vikur og mér finnst ég bara vera ofdekraður að fá núna helgarfrí bara hverja helgi. Ég hef haft svo mikið að gera upp á síðkastið að ég er bara hættur að venjast því að fá eitthvað sem heitir frí. Var að spá í að skreppa heim á morgun 1. maí og svo aftur á föstudaginn og vera fram á sunnudag. Þvílíkur lúxus er þetta.

Annars vantar mig vinnu fyrir sumarið en ég trúi ekki öðru en að það reddist, 1-2% verðbólga sem undir eðlilegu atvinnuleysi.

Jæja ætla að halda áfram að skrifa um Project and Operation Management.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er einmitt að leita mér af aðstoðarmanni fyrir sumarið. Endilega hafa samband.

Magnús (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 02:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband