Einn dagur í brottför

Dagurinn fór að mestu í þjóta á milli staða á Selfossi þar sem ég fattaði allt í einu að ég á eftir að gera fullt af hlutum fyrir brottför. Fór í bankann og komst þar að því að það er eitthvað vandamál með lín umsóknina mína sem ég verð að leysa úr strax til að ég geti skrifað undir við bankann en reyndar sé ég ekki fram á að ég þurfi að fá fyrirframgreitt frá bankanum en það er ágætt að hafa heimildina ef ég skildi þurfa þess. Hringdi í Lín og athugaði hvað vandamálið var og í ljós kom að það var eitthvað tæknivandamál og konan skildi ekki afhverju hún gat ekki sent umsóknina mína í gegn, það hefur víst eitthvað að gera með það að ég gerði breytingu á umsókninni einu sinni og það er víst ekki mikið gert af slíku svo þetta fokkaðist eitthvað upp hjá þeim en hún verður í bandi við mig.
Fór á gömlu vinnustaðina, Blaze og Vegagerðina og spjallaði við liðið og sagði þeim frá ferð minni um New York og tilvonandi för minni til Dublin.
Skrapp á Menam með Sigrúnu og fór svo á Sveitabrúðkaup sem var mjög skemmtileg. Hvaddi Tryggva félaga minn sem er að fara í skiptinám til Frakklands í heilt ár í heimspeki. Það er eins og það séu allir sem maður þekkir að fara eitthvert út. Heimir félagi okkar magnúsar fór um daginn til Kaupmannahafnar þar sem hann verður næstu árin, Tryggvi er að fara út, Ég er að fara út, allt liðið á Bifröst er að fara út o.s.fv. o.s.fv.
Byrjaði svo að taka mig til núna fyrir svona 2 tímum og er held ég bara að mestu búinn.
Á morgun á ég víst að fara í stúdentsmyndatökuna sem ég er hreinlega ekki að nenna og ætla að reyna að fresta henni enn meira eða til Jóla en þá er liðið alveg eitt og hálft ár síðan ég útskrifaðist en hvað um það... við sjáum til hvort ég kemst út úr því.
Á morgun þarf ég semsagt að klára allt sem klára þarf og ég er ekki alveg viss á því hvað það er sem maður á að hafa með eða þarf að gera fyrir brottför svo þetta reddast vonandi bara...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband