18.5.2007 | 17:26
Þér er boðið!
Þá er það staðfest. Vífilfell ætlar að styrkja útskriftarveisluna mína og bjóða upp á veitingar í veislunni. Fyrir þá sem ekki vissu þá ætlaði ég að bjóða öllu Íslandi í útskriftarveisluna mína og hér er boðskortið ykkar:
Kæru landsmenn, ágæta ríkisstjórn og hæstvirtur forseti Íslands
Í tilefni af útskrift minni sem haldin verður 25. maí næstkomandi mun ég halda útskriftarveislu fyrir Ísland og alla þegna landsins.
Veislan verður haldin á Selfossi við Austurveg, aðalgötu Selfoss og verða veisluhöldin staðsett á túninu við hliðin á Skóbúð Selfoss eða fyrir utan Nóatún á Selfossi (kemur í ljós í vikunni)
Vífilfell mun meðal annars bjóða upp á léttar veitingar og ríkisstjórn íslands og Ólafi Ragnari Grímssyni forseta landsins verður boðið.
Það væri sannur heiður ef þú gætir séð þér fært um að vera viðstaddur veisluhöldin sem hefjast kl 16:00 25. maí 2007
Lengi lifi Ísland, húrra húrra húrra
Kær kveðja, Kolbeinn Karl Kristinsson
Athugasemdir
hehe djöfull ertu klikkadur
Ragnar Sigurðarson, 18.5.2007 kl. 19:53
Ég er ekkert að gantast Raggi!
Kolbeinn Karl Kristinsson, 18.5.2007 kl. 21:25
Ég kem, ekki spurning. Í fjölmenninu er lítil von á að ég muni hitta þig svo ég nota tækifærið nú og óska þér til hamingju með áfangan. Theo.
Theo Jonss (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 07:31
já þetta verður merkisviðburður.. ég efast um að nokkur maður sem e-h kannast við þig hefði trúað því að þú myndir ljúka þessum áfanga að verða stúdent.. En gott með þig dreng.. og til hamingju með þetta
Svenni (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 11:16
Takk fyrir boðið meistari, en ertu ekki að grínast? Þetta er svo langt í burtu frá bænum, ef mann kæmi uppeftir og þú værir ekki þarna...
Icemann (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 13:02
Ég mæti!
Lalli Johns (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 14:04
haha nei þetta er ekkert djók. Þetta skýrist allt betur eftir helgi og þá ættuð þið að fara að sjá mig í blöðum o.s.fv.
Kolbeinn Karl Kristinsson, 19.5.2007 kl. 14:49
Sniðugur... ef ég væri ekki stödd á hinum enda landsins þá mundi ég sannarlega koma og þiggja fríar veitingar og skemmtilegheit.
Til hamingu með áfangann
Ókunnug manneskja (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 16:11
hehehe ertu ekki að djóka?:D
Fjóla Hrund (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 17:25
Jahérna. Merkileg tilviljun að þú bjóðir til veislu akkurat þegar ég er flutt á Selfoss En við þurfum allavega að fara að hittast Kolbeinn fyrst við búum nú á sama stað, hvort sem það verður í veislunni þinni eða ekki
Birna Dís (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 20:23
Get out of here girl!!!!! haha stelpan bara flutt til Selfoss og læti. SJet sko þetta er geggjað place. Pullarinn er náttla bara þjóðarveitingastaðurinn okkar. Ertu að vinna í Lindinni?
Vó ég verð að líta á þig og svo er ég kominn inn á Bifröst svo við rennum þangað eftir sumarið. jása
Kolbeinn Karl Kristinsson, 19.5.2007 kl. 21:11
Verður ekki boðið uppá rútuferðir frá höfuðborginni? :)
Þór (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 21:30
ég myndi ekki koma í þessa veislu þótt mér yrði borgað fyrir að mæta , ég hef betri hluti að gera en að mæta! haha
j (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 21:42
Já er að vinna í Lindinni Sammála því að við þurfum að hittast eitthvað. Rifja upp vinskapinn fyrir haustið
Birna Dís , 20.5.2007 kl. 12:56
Ah, snillingur.
krilli (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 18:50
bjartsýn
hver er tessi kolbeinn?
Is he a billionaire, or hiding behind Vifufell 100%? i doubt!!!
BT (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 20:36
Haha.. húmor !! :D
Aníta (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 23:46
verður ss ekki að styrkja þig með pylsum?? hvaða veitingar getur vífilfell skaffað??
Jón Félagi (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 14:25
Verður Anna á staðnum?
Andri (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 01:58
jebbs...ég mæti!
Anna (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.