VICTORIOUS

Ég náði öllum prófunum!!! Var búinn að vita varðandi öll prófin fyrir svoldlu síðan fyrir utan spænsku 403 en ég fór ekki í það fyrr en bara í gær og fékk einkunnina svo í gærkveldi. Hélt að ég væri hugsanlega fallinn en nei nei kallinn tók þetta með 7 sem mér finnst nokkuð gott miðað við að ég var bæði í spænsku 303 og 403 saman og spænsku 403 í fjarnámi.

 Reyndar verð ég að viðurkenna eitt. Ég fagnaði ógurlega eftir að ég frétti að ég hefði náð öllu en svo eftir svona 20 mínútur af fagnaði fann ég allt í einu fyrir smá aðgerðarleysi. Jæja þá er ég bara búinn að ná öllu og útskriftin er eftir eina og hálfa viku... og hvað á ég að gera á meðan? Ég er ekki kominn með vinnu og svo fer ég eitthvað út núna í byrjun Júní og það er erfitt að ráða sig í vinnu og segja að maður geti ekki unnið neitt ægilega mikið. Frí hérna og frí þarna. Veit ekki hvaða stefnu ég á að taka í þessum málum. Kannski að maður fari bara út í sjálfstæðan atvinnurekstur í sumar en það er eitthvað svo ólíklegt held ég. Ég er samt búinn að ákveða að ég ætla að hafa þetta sumar skemmtilegt. Síðasta sumarið sem ég hef áður en ég fer í háskóla og í sumar ætla ég að hreyfa mig, koma mér í form, njóta góða veðursins og stressa mig ekki of mikið en maður verður nú að hafa peninga til að lifa!

 Jæja ég nenni ekki að stressa mig á því. Þetta reddast ;)

 

En allavegana þá er ég búinn að sækja útskriftarhúfuna og búinn að ná öllu sem ég þarf að ná til að útskrifast.

 

Útskrift, here i come!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband