16.5.2007 | 14:39
Fyrst ég hef ekkert að gera...
Svona fyrst að ég er búinn með öll próf, skólinn búinn, ég ekki með vinnu og ég hef lítið sem ekkert að gera ákvað ég að ég yrði að vera svoldið menningarlegur og skrifa grein til að fólk héldi ekki að ég væri algjör kjáni.
Skrifaði grein um mögulega stjórnarmyndun á hugi.is
http://www.hugi.is/stjornmal/articles.php?page=view&contentId=4898220
Ótrúlegt hvað maður getur haft gaman af asnalegum hlutum þegar maður hefur ekkert að gera. Ég lifi bara í lúxus þessa dagana. Vakna eftir hádegi, geng út í bakarí og finn mér áhuga á asnalegum hlutum eins og stjórnmálum landsins.
B.t.w. ég mæli ekkert sérstaklega með þessri grein, frekar leiðinleg ef eitthvað er ;)
Athugasemdir
það er lygi kolbeinn að þessi grein þín hafi verið leiðinleg - hún var einmitt alveg ágæt og greindarleg greining á stöðunni... kv. -b.
Bjarni Harðarson, 16.5.2007 kl. 15:22
Noh það er ekkert annað. Bara komment frá verðandi þingmanni ;)
Votta þér samúð mína með annari hendi en óska þér til hamingju með þingsætið með hinni :)
Kolbeinn (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 16:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.