16.5.2007 | 22:29
Þetta er til þín fyrir Ragnar
Þetta ljóð er eitt af þremur ljóðum sem ég hef samið til Ragnars, sem er b.t.w. eini bloggvinurinn minn hingað til og sést hérna á hægri hönd. Ég mun skrifa ljóð um alla þá sem gerast bloggvinir mínir og svo mun ég líka halda áfram að skrifa ljóð tileinkuð Ragnari þegar fram líða stundir. Ég mun hafa sérstakt Ragnars ljóðahorn með ljóðum um þennan fallega dreng sem hefur snert svo marga í baráttu sinni og bara með tilvisst sinni.
Ragnar, þetta er fyrir þig:
Myrkri herra næturinnar
Á hæstu hæðum ákalla ég nafn þitt
Hjarta mitt er þitt og þitt er mitt
Þú myrkri herra næturinnar
Þú drottins hjarta aldarinnar
Hjarta þitt er hreint og haus þinn vitur
Ragnar minn vertu því ekki bitur
Á gullnu hjarta ástar þú situr
Ég horfi þig löngunaraugum
Verðum vér að elskhugum
Andlegur leiðtogi þér hef ég verið
Nú saman við förum upp altarið
og í rúmið.. í kjölfarið
Með visku þinni þú fræðir
Með hjarta þínu þú mig bræðir
Fegurð þín líkt og rósahaf
Ragnar, ég mun elska þig... Alltaf
Athugasemdir
Þetta er rosalegt ! og spennandi að sjá hvað fólk fer að halda þegar það fer að sjá öll ljóðin þín um mig :P
Ragnar Sigurðarson, 16.5.2007 kl. 22:32
Já hann Ragnar er svo fallegur að það er ekki annað hægt en að skrifa fallega um hann
Kolbeinn Karl Kristinsson, 17.5.2007 kl. 00:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.