Ingunn, þetta er fyrir þig


Þriðji bloggvinurinn minn er hún Ingunn (Dramafíkill). Ingunn hefur dreft svo mikilli visku meðal hinna viskulausu og svo mikilli
ást á meðal hinna ástlausu að hún á skilið næsta ljóð. Ingunn, stattu þig stelpa og njóttu vel!!!

Alþjóðaheilbrigðismálastofnun

Þú yndisfríða dýrðarmær
stjarna þín skín svo undurskær
Þú guðfaðir sálar minnar
og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar

Hvílíkt hjarta, hvílíkur munnur
og höfuðið viskubrunnur
Ég syng þér til heiðurs
Þú háa dýrðardís
Þú máttuga veraldarskvís

Hví dansar þú þinn dýrðardans
Hví syngur þú minn himnastans
Engin er þín ástarþvingun
Er nafn þitt kannski Ingunn?

Þú hefur dottið í lukkupottinn
Gengur nú móts við drottinn
Hvaðan er dýrðin sprottin
Þú vegsami þröskuldur hamingju
Þú dýrðarengill visku.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingunn Róbertsdóttir

Vóh!
Geggjað ljóð! og  takk! ;D
Love it..!

Ingunn Róbertsdóttir, 17.5.2007 kl. 21:21

2 identicon

Já það var löng fæðing á þessu. Það átti að vera fullkomið. Allir sem gerast blogvinir mínir verða að fá ómótstæðilegt ljóð!

Kolbeinn (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband