21.5.2007 | 18:33
Lög dagsins
Fyrsta lag dagsins er lagið Too Young með hljómsveitinni Phoenix. Lagið kom út á fyrstu plötu sveitarinnar sem hér víst Untitled. Það vill svo skemmtilega til að þetta lag kom í myndinni Lost in Translation sem Soffia Coppola gerði en söngvari þessarar hljómsveitar er einmitt með Soffiu og á með henni barn en hún var reyndar með leikstjóranum Spike Jonze þegar myndin var gerð. Og það vill svo skemmtilega til að bróðir Soffiu, Roman Coppola tók einmitt einhverjar myndir af sveitinni sem kemur málinu reyndar ekkert við. Hér er einstaklega lélegt myndband sveitarinnar við lagið: Næsta lag dagsins er lag sem er ekki létt að komast yfir en það er lagið Milk & Honey með hljómsveitinni Million Billion. Lagið fæst samt einhverstaðar í einhverri Itunes búð en fæst samt ekki í þeirri amerísku og ekki í þeirri Bresku. Ég gat ekki einu sinni fundið myndband við það nema að ég veit að það er í lokaþætti King of Queens og þessvegna kemur það hér eins og það kemur fyrir í King of Queens:
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.