Útskrift og undarleg myndataka

Jæja þá útskrifaðist maður bara áðan, ja eiginlega í gær þar sem klukkan er 4 að nóttu. Ágætis útskrift nema hvað að ég þurfti að standa ansi mikið.
Lenti reyndar í ansi skrítinni myndatöku en hún var þannig að til að byrja með skellti ljósmyndarinn okkur í hópa sem tók langan tíma og svo stilltum við okkur loks upp og fannst ljósmyndaranum þá millimetrar milli fólks skipta miklu máli sem er svosem ekkert athugavert miðað við að þetta er mynd sem við munum halda í allavegana eftir miklar pælingar ljósmyndarans vorum við öll orðin svöng, þreytt í fótunum og pirruð og þá ætlaði hann loks að hefja myndatökuna en nei þá hafði hann gleymt filmunni og leitin hófst að henni.
Loksins fannst hún svo og áfram hélt hann að laga okkur til svo þetta væri nú allt eftir hans stöðlum og hófst svo loksins við að mynda á fullu.

Því næst færði hann myndavélina burt og tók aðra, með öllum þeim tilfæringum og hæðarstillingum sem það tók enda þurfti myndavélin að vera fullkomlega staðsett og hófst hann svo loks aftur við að mynda og þótti honum skrítið að við vorum ekki skælbrosandi eftir þetta allt saman en þetta er nú allt kannski eðlilegt miðað við mikilvæga myndatöku nema hvað að þegar hann hafði loksins lokið sér af og ætlaði að hætta myndatöku fattaði þessi fullkomnunarsinni ,sem ekkert virtist fara fram hjá, að hann hafði gleymt að kveikja á einhverjum kastara eftir að hann hafði ákveðið að taka hann úr sambandi fyrir myndatökuna til að venjulegir ljósmyndarar sem voru á staðnum frá blöðum og foreldrar fengju ekki jafn góða lýsingu og þurftum við því að hefja allt ljósmyndunarprocessið upp á nýtt með tilheyrandi tækjafluttningi, hæðarstillingum, filmuskiptum, tilfæringum á fólki o.s.fv. og í ofanálag vorum við búin að standa upp á sviði í Fsu í ég veit ekki hvað langan tíma og maginn var virkilega farinn að segja til sín :)

Ég fór svo á Rauða Húsið með fjölskyldunni og átti þar ansi góðan kvöldverð og vorum við þá reyndar aðal ljósmyndunarefni einhverra Bandaríkjamanna sem voru líka á staðnum og þótti þeim þetta stórmerkilegt að sjá okkur og ég var virkilega farinn að spá í að taka fyrir að pósa fyrir þau :) Annars var ég 1 af 3 útskriftarnemum sem voru á Rauðu Húsinu á sama tíma sem var frekar lame en mér fannst það bara sniðugt

Keyrði svo ömmu og afa í bæinn og skellti mér á hina ansi góðu Zodiak sem kom skemmtilega á óvart, þrátt fyrir að vera 3 tíma mynd og var ég loksins að renna í hlaðið núna eftir stutt stopp hjá Heimi þar sem ég var tekinn í ra*****ið í Tekken 4 og mundi ég þá ástæðuna fyrir því að ég spila ekki tölvuleiki :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Sigurðarson

haha mig hlakkar til að sjá þessa mynd  

Ragnar Sigurðarson, 26.5.2007 kl. 10:59

2 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Hamingjuóskir með útskriftina. Gangi þér allt í haginn!

Ragnar Geir Brynjólfsson, 27.5.2007 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband