Italia, here i come




Jæja þá er það bara Ítalía eða nánar tiltekið Róm á þriðjudaginn. Ég er voðalega slakur yfir þessu öllu saman og hef lítið spáð í ferðina sem mér finnst bara fínt. Ekki alltaf gott að vera kominn með allt á hreint þegar maður fer út. Gaman að hafa þetta sem smá ævintýri.
Ég veit samt að það eru víst klassa hlutir til að sjá þarna eins og hringleikahúsið sem ég er samt ekkert spes spenntur fyrir en ég ætla samt að sjá Vatikanið og sixtínsku kapelluna og fá mér mikið af eldbökuðum pizzum.

Ég fattaði reyndar að þetta er ekki fyrsta skiptið mitt í Ítalíu en ég keyrði einu sinni til Trieste og svo fór ég til Feneyja og bæði eru jú Ítalskar borgir svo ég er Ítalíuvanur en samt líður mér eins og ég sé að fara í fyrsta skipti.

Svo heyri ég að ég geti komist ansi langt á spænskunni minni á Ítalíu sem hlítur að vera gott miðað við að ég er búinn að taka núna 4 áfanga á bara 1 ári í stað tveggja og sá ekki fram á að ég myndi geta nýtt mér hana neitt.
Eru samt ekki til svona sniðugar bækur með Ítölskum setningum sem maður þarf oft að nota?

Annars ætla ég að taka helgina rólega eins og síðustu vikur hafa svo sannarlega verið hjá mér. Taka aðeins til, fara í bíó, kaupa mér stuttbuxur, æfa ítalska hreiminn og ganga frá því sem þarf að ganga frá og kaupa kannski eina afmælisgjöf ef ég nenni.

Ég ætla að fara að reyna að enda bloggfærslurnar mínar með einhverju svona sniðugu svo fólk hangi ekki bara í lausu lofti eftir lesturinn.

Pasta, pizza, drykkur
Farið vel með ykkur
Ítalía og fagrar hlíðar
Þangað til síðar

Ástarkveðja, Kolbeinn

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband