Má ég ekki bara lofa rosa rosa mikið?

Ég sendi Bifröst útskriftarskírteinið mitt frá FSu áðan og allt gott og blessað með það. Ég fékk svo sent um daginn bréf frá þeim í pósti um að ég væri kominn inn og allt það en svo stóð að það væri á leiðinni til mín gíróseðill upp á 45.000kr sem væri staðfestingargjald. Ég ætlaði að spyrja þá hvort ég mætti ekki bara lofa lofa ótrúlega rosalega mikið að ég myndi koma en það er greinilega ekki nóg svo ég neyðist til að borga.
Eins gott að þetta dragist af skólagjöldunum sem eru b.t.w. 21.500kr á hverja einingu og ég tek 15 einingar á önn og það eru 3 annir á ári og reikni nú hver fyrir sig (322.500 á önn) og þá á ég eftir að borga fæði og uppihald, bækur, leigu o.s.fv.
EN ég myndi nú ekki gera þetta ef ég vissi ekki að þetta væri vel þess virði :) Það er dýrt að vera námsmaður en maður fær þetta margfalt til baka, er það ekki annars Birna?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Þetta er nú nokkuð dýrt. Hvað með námslánin - dekka þau ekki eitthvað af þessu?

Ragnar Geir Brynjólfsson, 2.6.2007 kl. 08:18

2 Smámynd: Kolbeinn Karl Kristinsson

Jú sem betur fer lánar LÍN mér fyrir öllum pakkanum ef ég þarf :)

Kolbeinn Karl Kristinsson, 2.6.2007 kl. 16:02

3 Smámynd: Ragnar Sigurðarson

haha kolbeinn ekki hélstu að þeir tækju loforði þínu

Ragnar Sigurðarson, 3.6.2007 kl. 12:41

4 Smámynd: Kolbeinn Karl Kristinsson

Nei enda ákvað ég að vera ekkert að spyrja þá hvort ég mætti lofa því bara heldur greyddi bara seðilinn

Kolbeinn Karl Kristinsson, 3.6.2007 kl. 18:17

5 Smámynd: Birna Dís

Ég skal allavega lofa að þetta dregst frá skólagjöldunum
Það sem mér finnst verst við þetta er hvað það þarf að borga þetta snemma. Manni er ekki gefinn kostur á að vinna heilan mánuð frá því að skólinn klárast og maður þarf að borga staðfestingargjald fyrir næstu önn. Og LÍN kemur ekki inn fyrr en í haust. Bölvað vesen. 

Birna Dís , 4.6.2007 kl. 12:04

6 Smámynd: Birna Dís

Ps. hvar er ljóðið mitt?? mér var lofað ljóði ef ég gerðist bloggvinur þinn

Birna Dís , 4.6.2007 kl. 12:05

7 Smámynd: Kolbeinn Karl Kristinsson

Já það er í vinnslu. Ég er með nokkrar manneskjur hérna í vinnslu en vil ekki láta þau frá mér fyrr en þau eru fullkomin. Kom smá hugmyndaleysi eftir fyrstu 3 ljóðin en ég er allur að komast í gang og ljóðið er á leiðinni!!!!

Kolbeinn Karl Kristinsson, 5.6.2007 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband