5.6.2007 | 02:06
Ítalía á morgun
Jæja þá er það bara Ítalía á morgun eða reyndar á eftir fyrst að það er kominn nýr sólarhringur. Ég er samt lítið farinn að spá í ferðina og á eftir að pakka niður og gera milljón hluti og meðal annars panta ferð og hótel handa ömmu minni og afa og fleirum til London sem virðist vera ómögulegt. Afhverju þarf gamalt fólk alltaf að skipta um skoðanir um alla hluti og velta hlutunum fyrir sér eins og það hafa allan tíma í heimi. Ég var yfir þessu með þeim í sirka 3 tíma og ég er ekki ennþá búinn að panta neitt og ég veit eiginlega ekki hvenar ég á að ganga frá því því ég þarf að fara frá Selfossi í síðasta lagi á hádegi á morgun!
Þetta reddast nú alveg. Klára allt sem ég þarf að klára núna og redda svo þessum pöntunarmálum á morgun :)
Sjáumst eftir viku. Kem með þvílík Ítölsk updates hérna á síðuna og segi ykkur hvað þetta er frábært eða öfugt :)
arrivederci ;)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.