Óeirðir og páfablessun

Jæja mikið búið að gerast síðustu daga. T.d. var ég í borgaraóeirðum þar sem mörg mörg hundruð lögreglu og sérsveitarmenn með hjálma og stóra skildi ásamt tugum brynvarðra bíla sem króuðu íbúa Rómar af inn í götu og þrengdu að þeim en um var að ræða mótmæli frá óeirðarseggjum og öðrum bush höturum og var meðal annars notast við táragas o.fl. Allar hliðargötur fylltar af tugum lögreglumanna og enginn fékk að fara úr stóru aðalgötunni nema í eina átt og ég var í miðri hringeyðunni á öllu saman og þeir sem vilja heyra alla söguna geta spjallað við og þið munið heyra eina bestu og ævintýralegustu sögu sem þið hafið heyrt.

Svo fór ég í Vatikanið í dag og sá páfann sem blessaði mannfjöldann og flutti ræðu á Latínu. Sá hann reyndar líka í gær þegar ég var á gangi í vatikaninu en þá keyrði hann ekki meira en 3 metra frá mér og vildi svo heppilega til að aðeins voru örfáir á þessu svæði sem hann keyrði í gegnum og sá ég því beint inn í bílinn.

Hér lifir maður bara á pasta og pizzum og lífið er sæla.

Meira seinna endilega lítið við hjá mér og heyrið alla söguna frá óeirðunum ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Sigurðarson

ekkert að ske hér kolbeinn!

Ragnar Sigurðarson, 16.6.2007 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband