25.6.2007 | 02:10
Lífið gengur sinn vanagang
Jæja get nú ekki sagt að margt hafi drifið á daga mína upp á síðkastið nema hvað að ég er jú byrjaður í nýrri vinnu sem er fínt. Fínasta vinna, afskaplega skemmtilegt starfsfólk og vinnan gæti varla verið nær mér! Tekur mig svona 2-3 mínútur að ganga í vinnuna hið mesta.
Annars á ég afmæli á miðvikudaginn og er ekki alveg viss hvað ég ætla að gera þann daginn. Held að ég taki mér nú ekki frí úr vinnu enda vantar mig pening og nóg hefur verið um frí hjá mér það sem af er sumri. Ætli maður fái sér ekki bara eitthvað gott að borða og leigi svo spólu eða skelli sér í bíó kannski en mér finnst það samt eitthvað svo lame fyrst flestir halda eitthvað rosalegt partý þegar þeir verða tvítugir..... hmm það yrði samt ábyggilega leiðinlegasta partý ársíns vegna þess að ég drekka ekki, reyki ekki og fer mjög sjaldan á böll..... hmm ég verð eitthvað að hugsa þetta en ég held að partý sé út úr myndinni.
Hvað get ég sagt fleira sniðugt
Ég er svoldið búinn að vera að pæla með Bifröst! Stórt skref að flytja að heiman eftir sumarið. Ég kann ekki að skúra, ég kann ekki á þvottavél, ég kann ekki að elda! Hver á að elda ofan í mig? Hver á að þvo þvottinn minn og síðast en ekki síst, hver á að þrífa íbúðina mína? Maður verður víst að læra þessa hluti fyrr rest en ég ætlaði að reyna að fresta þeim sem lengst og helst svo lengi að konan mín myndi bara redda þessu fyrir mig ;) nei nei ég segi nú bara svona. Það verður bara gaman að þurfa að læra að komast af og geta lært að elda og svona en ég vona að ég fái einstaklingsíbúð því að úff ég nenni eiginlega ekki að vera fastur með einhverju liði sem ég fíla ekkert og er svo blindfullt á kvöldin þegar ég ætla að horfa á friends :) Vá er maður félagsskítur ;) Best að senda Bifröst bréf og fá á hreint hvenar þessi íbúðamál komast á hreint :)
Jæja þangað til seinna. Kolbeinn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.