2.7.2007 | 20:43
Tómatsósumeistari frelsis
Hér kemur ljóð um hann Tryggva minn. Maður sem hefur snert svo mörg hjörtu í baráttu sinni. Ég veit að hugur þjóðarinnar er hjá honum. Tryggvi þú ert sigurvegari í mínum huga og við munum halda áfram á sigurbrautinni saman.
Tryggvi þetta er til þín:
Tómatsósumeistari frelsis
Barnið kveinar, Konan grætur
Engar fær hún barnabætur
Hvar liggur þitt fagra strá
Hvar liggur þín draumaþrá
Þú dökkhærði dýrðar foli
Þú drottins gullni moli
Sveiattann sveitattan
Hví lykta hans tær
Sveiattann sveitattan
Aldrei verður hann ballettdansmær
Stórir eru fæturnir
Heilinn stærri þó
Hjartað stærst af öllu
og allt vex draslið enn
Tryggvi heitir hann Tryggvi
og Tryggvi hann er stór
Já Tryggvi heitir hann Tryggvi
og Tryggvi hann er mjór
Fallegur ertu og fróður
duglegur jafnt sem góður
á þér hef ég miklar mætur
enda vinurinn ágætur
en jafnframt og framvegis, ávalt sem endranær verður hann alltaf...
Tómatsósumeistari frelsis
rjóði umboðsmaður visku
yndisfríði kiðlingur dirfsku
góðlegi öðlingur drottins
greindi spyrjandi lífsins
velklædda kanína ástar
Indæli huggari þjáðra
Já Tryggvi heitir hann Tryggvi
og Tryggvi hann er frábær
Athugasemdir
Ég er djúpt snortinn. Þetta ljóð á eflaust eftir að hjálpa mér í minni baráttu og ég trúi ekki öðru en það eigi eftir að snúa týndum sálum til ljóssins. Ég kann sérstaklega vel að meta hvernig þú leyfir lesundum að njóta minnar persónu í öllum sínum margbreytileika, hvernig þú kemst hjá því að draga upp glansmynd af mér, hvernig þú leyfir þeim að sjá mína hlið. Bravó Kolbeinn, þú misskildi skuggasveinn eylífrar verðbólgu! Einu sinni enn er deginum bjargað af Kolbeini!
Tryggvi (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 21:25
Verðurðu með net í bústaðnum á Bifröst ?
Ragnar Sigurðarson, 16.7.2007 kl. 17:29
Jú ég held það barasta. Þarf að tékka samt betur á því
Kolbeinn Karl Kristinsson, 17.7.2007 kl. 12:53
Auðvitað ertu með net í bústaðnum... *hneiksl* Þetta er sko engin sveit!
Vil bara benda á það að það eru 38 dagar þar til við fáum húsnæðið afhent og að ég er búin að bjóða mér í pottapartý til þín einhverntíman í vetur
Það er allt í lagi að vera í bústað myndaðist víst alveg rosalega góð stemming þar í fyrra, getur líka örugglega óskað eftir því að komast inn á svæðið um áramót
Annars geturðu alltaf krassað í sófanum hjá mér ef þú kemst ekki lengra 
Birna Dís , 24.7.2007 kl. 11:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.