Allir þurfa að fá sitt... nema ég

Vildi svo skemmtilega til að hann pabbi gleymdi að skila inn skattaframtalinu mínu til bókhaldarans sem þýðir að skatturinn ákvað að jafnvel þótt hann sæi að ég ætti ekki að borga skatt, og að jafnvel þótt að allir launamiðarnir og allt væri forskráð inn í kerfið, og ég hefði í raun bara þurft að ýta á staðfesta, að draga af mér 320.000 kall sem dreifist á næstu 5 mánuði og því þurfti ég að borga 52.000 kall í ekki neitt núna áðan.

Svo þurfti ég að greiða yfirdráttinn minn sem var 105.000 kall og vá ætla ég aldrei að fá svoleiðis aftur.

Svo fékk ég aðeins vitlaust útborgað og fæ það leiðrétt næstu mánaðarmót.

Þannig að nánast allir peningarnir mínir sem ég vann svo mikið fyrir eru farnir í eitthvað rugl en ég á samt 60.000 kall eftir og á von á smá meiri pening í næstu viku vonandi annarstaðar frá svo þetta reddast nú allt saman. Nú verður maður bara að vera sparsamur :S

Uss. það er ekki gaman að vera fátækur. Og það sem er verst er að þetta skattaframtalsdót er víst svo létt að það er bara hálfvitalegt að vera að láta einhvern bókhaldara sjá um það fyrir mig.

Jæja nóg af leiðindum í bili ;)

Kolbeinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dís

Vil bara minna á að það eru 29 dagar þar til við fáum afhent húsnæðið

Þú náttla rukkar pabba þinn bara fyrir skattinn - það var hann sem gleymdi að skila

Birna Dís , 2.8.2007 kl. 09:41

2 identicon

Já það fer að líða að þessu. Ég nenni ekki að rukka hann. hann er með nógu mikinn bömmer út af þessu og svo fæ ég þetta líka til baka í næsta mánuði og ég lít bara á þetta eins og ég hafi lagt þessa peninga inn á lokaðan reikning.´

Ég spara þá bara á meðan sem er gott :)

 Hvenær skrifum við svo undir húsaleigusamning eða eitthvað?

Kolbeinn (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 10:24

3 Smámynd: Birna Dís

Bara þegar þú mætir á svæðið. Föstudaginn 31. ágúst geturðu mætt þarna uppeftir með allt þitt hafurtask. Byrjar á því að fara á skrifstofuna og færð lykil og skrifar undir samninginn.

Birna Dís , 4.8.2007 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband