Boladreifing og Vatnsmýrarhlaup!

Jæja ég kláraði að dreifa umferðarátaksbolunum í gær sem ég og Jón Stefán létum framleiða. 500stk farin og þau gjörsamlega ruku út. Hver segir hvort sem er nei við fríum bol. Nú erum við að fara að rukka auglýsendurnar til að geta borgað þessa blessuðu boli :)

 Annars fór ég í Vatnsmýrarhlaupið í fyrradag og var ekki búinn að þjálfa mig neitt. Hef ekki hreyft mig í ég veit ekki hvað langan tíma og ég held að ég hafi nánast ekkert þol. ALLIR tóku fram úr mér í byrjun enda 99% af fólkinu í spandex göllum á meðan að ég var eini maðurinn á svæðinu sem var ekki einu sinni í hlaupaskóm og bara í blakstuttbuxunum mínum og einhverjum jakka haha vá hvað ég var ekki íþróttalegur ;) En allavegana þá voru þarna nokkrar fitubollur sem ég hélt í við. Fyrst var ein fitubolla fyrir framan mig sem ég hélt í og einhver 70 ára kall en svo þegar leið á hlaupið þá seig kallinn fram úr þeim. Næst var svo að taka fram úr einhverjum kellingum sem voru að hlaupa og á endanum tók ég fram úr alveg nokkrum fitubollum og hljóp svo fram úr einni þegar ég kom inn í lokagötuna og tók af henni gullið. þ.e.a.s. það voru ekki til nægilega margir verðlaunapeningar og ég fékk þann síðasta :D Vúh! En vá þarf ég að koma mér í form.

 Er að spá í að taka bara sömuvegalengd í Glitnis Marathoninu til að sjá hvort ég get ekki bætt tímann minn ;)

Svolítið sorglegt samt þegar helsti keppinautur manns er 50 ára gamall þybbinn prestur og 70 ára gamall kall sem ég held að hafi nú bara dáið einhverstaðar á leiðinni ;) hah


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband