Lazy days

Jæja ég hætti að vinna á mánudaginn síðastliðinn og lífið hefur verið eintóm sæla síðan þá. Ég ákvað að gera alla þá hluti sem mig hefur alltaf langað að gera.
Ég byrjaði á því að leigja mér bækur og lá út í sólskyninu í gær og las. Svo keypti ég mér 4 liti af málingu og 2 striga og byrjaði að leika mér að mála.
Skellti mér líka upp í sumarbústað með Sigrúnu núna á mánudaginn sem var geggjað.

Ég var að vakna og sit hérna hálfklæddur og er að spá í að fara í göngutúr... eða ekki... eða bara eitthvað því það skiptir engu máli hvað ég geri því ég hef allan tíma í heimi til að njóta þess að vera frjáls.

Ég er svo auðvitað byrjaður að hugsa varðandi ljóðið til hennar Birnu og svo er ný ljóðabók í vinnslu og auðvitað heldur maður svo listaverkasýningu einhverntíman í framtíðinni... eða ekki... eða bara eitthvað því ég hef allan tíma í heimi til að gera hvað sem ég vil, hvenær sem ég vil.

Þannig að ef ykkar vantar einhvern til að fara með ykkur í göngutúr, einhvern til að koma heim til ykkar og hanga eða bara eitthvað þá er allavegana víst að hann Kolbeinn er ekki uppteknari en það eina verkefni dagsins sem ekki má færa til eru matartímar sem ég hef ákveðið að njóta til hins ýtrasta.

(b.t.w. ég er svo að fara í skóla sko í byrjun september svo fólk haldi ekki að ég sé að fagna því að vera atvinnulaus til lífstíðar)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dís

Veitir nú ekkert af viku fríi til að undirbúa ljóðið 

Birna Dís , 16.8.2007 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband