Herbert Guðmundsson



Kom heim úr hringferð minni um landið í gær. Keyrðum þetta á 4 dögum sem er kannski frekari stuttur tími og þetta var ansi mikil keyrsla. Réttara sagt 1595,5km sem við keyrðum.

Það sem stóð upp úr ferðinni var samt ábyggilega þegar við hittum meistara Herbert Guðmundsson í sundlauginni á Akureyri og töluðum við hann í ábyggilega hálf tíma eða meira. Algjör snillingur þessi maður. Við þekktum hann ekki neitt en hann ætlar að koma heim til okkar í kaffi og koma með áritaðan best of disk frá sér í leiðinni.

Hann söng fyrir okkur í pottinum hluta úr laginu Cant Walk Away og útskýrði fyrir okkur textann sem er jú hans stærsti slagari og sagði okkur frá því þegar hann tók slagarann í brúðkaupi og fór á tvö hné fyrir framan brúðhjónin og söng hástöfum CANT WALK AWAYYYYYYYY.

Hann sagði okkur líka frá hvernig lögin verða til og hann er víst að vinna í nýrri plötu kallinn.

Svo hittum við hann aftur út á bílastæði og hann kvaddi okkur syngjandi. Söng um að það væri rigning eða eitthvað svoleiðis. Algjör stuðbolti og geggjað að spjalla við hann.

Hann er líka einhverskonar ísgerðarmeistari sem er eitthvað sem færri vita :)

Annars sáum við líka ýmislegt skemmtilegt á ferð okkar um landið en þannig vildi til að ég hafði fyrir þessa ferð bara komið á Vík og svo til Akureyrar svo ég átti eftir að sjá helminginn af landinu. Akureyri var geggjað og ég væri nú bara til í að búa þar og svo var jökulsárlón auðvitað bara flottt.

Svo byrjar maður í skólanum eftir rúma viku og það er ýmislegt sem ég þarf að huga að áður en hann byrjar en ég er samt ekki að nenna því alveg strax. Tek þetta allt saman með trukki í næstu viku.

Þeim sem vilja kynnast meistaranum Herberti Guðmundssyni er bent á http://www.myspace.com/hebbigud. lagið sem byrjar að spilast er reyndar einhver dansútgáfa af Cant Walk Away en hin er þarna líka og er eiginlega betri

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Sigurðarson

Hann hefur rekið ísbúð í fjölmörg ár þannig ég held að það hafi ekki verið neitt leyndarmál að hann sé ísmeistari ;)

 en hann er svo stórskrýtinn karlgreyið að ég öfunda þig lítið

lovjú kobbz:* 

Ragnar Sigurðarson, 25.8.2007 kl. 19:41

2 identicon

Ísbúðin hans fór á hausinn núna árið 2006 eftir að ísbúð rétt hjá honum fór að gefa ís til að taka hann úr umferð :S

Hann er samt ennþá meisti í mínu hjarta

Kolbeinn Karl Kristinsson (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband