Bifröst on my mind


Jæja þá er enn einu sinni búið að flytja mig til á Bifröst en ég held að núna sé ég kominn á einn besta staðinn í skólanum sem þeir kalla Gámatown. Já þið heyrðuð rétt, ég mun búa í skærgulum gámi með honum Þorsteini mínum Ég leit reyndar inn og þetta er mjög kósý pleis.

Ég hélt að við værum að tala um bláan Eimskipsgám með dýnu á gólfinu, hefði ég lítið kerti til að halda á mér hlýju og svo væri opnað fyrir mér á morgnana og kastað stöku sinnum í mig matarleyfum en nei nei þetta eru skærgulir gámar 50fm og parketlagðir :) Missi reyndar af heita pottinum en það eru samt tveir heitir pottar, líkamsrækt, lyftingasalur og ljósabekkur rétt hjá heimilinu mínu svo ég kvarta ekki.

Tek morgundaginn í að pakka niður og þarf svo að skjótast upp eftir á föstudag og kem mér fyrir en ætla að vera heima um helgina og mæti bara eldhress á mánudag. Kannski að maður líti niður í Fjölbraut á morgun svona rétt til að sýna mig og sjá aðra..þ.e.a.s. þá fáu sem eru eftir þar.


Lag dagsins er Georgia on my mind vegna þess að ef maður skiptir g út fyrir B, e út fyrir i, o út fyrir f, heldur r, g út fyrir ö, i út fyrir s og a út fyrir t þá fær maður út Bifröst on my mind sem er magnað!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dís

Gámarnir eru töff. Þið eruð mjög heppnir með þetta allt saman. Vertu í bandi á föstudaginn, hitti kannski á þig þegar þú kemur

Birna Dís , 29.8.2007 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband