Gamla góða herbergið

Ligg upp í hálffullu herberginu mínu af dóti sem ég ætla að taka með mér á Bifröst. Sigrún kemur í fyrramálið og við höldum á Bifröst og tökum hann Mása bro með okkur.

Kemur svona smá söknuður í mann jafnvel þótt maður komi nú stundum heim um helgar og sé nú kannski ekki alveg 100% fluttur út for good en maður fer nú varla að flytja aftur heim eftir háskólanámið. Það má segja að þetta sé síðasta kvöldið sem ég er einn í rólegheitum í herberginu mínu á Bankaveginum sem 100% vistmaður þar, ég verð reyndar hér á laugar og sunnudag en þá verður Sigrún með mér og það er aðeins öðruvísi. Nú eignast maður eiginlega annað heimili á nýjum stað, nýtt herbergi og nýtt umhverfi sem er að svosem að vissuleiti spennandi en ég elska samt gamla góða herbergið mitt. 

Ég man þegar ég fékk herbergið en áður var ég í minnsta herberginu í húsinu, man þegar ég tók upp á því að mála allt herbergið kóngablátt og loftið líka og svo þegar ég ákvað að það gengi ekki lengur og málaði það enn og aftur, þegar ég kom nýja rúminu mínu fyrir í herberginu, öll þau skipti sem ég teiknaði upp herbergið í tölvunni til að endurraða herberginu fullkomlega rétt upp og öll þau skipti sem maður hefur slakað á í herberginu góða :)

 Ég ætla nú að reyna að koma sem oftast heim en maður verður samt alltaf hálf fluttur einhvernveginn og ég held að pabbi og mamma eigi eftir að sakna mín ansi mikið en kannski helst pabbi þar sem mamma þarf ekki lengur að dekra við mann en hann pabbi veit nú yfirleitt ekki hvað hann á að gera án okkar og honum sárnar mjög þegar við segjumst vera að flytja að heiman. 

Vissulega verður gaman að sigla á ný mið, prófa eitthvað nýtt og halda áfram náminu en ég fer samt ekki leynt með það að mér líður alltaf best þegar ég er heima á Bankaveginum og allir í fjölskyldunni eru á sínum stað en núna eru Friðfinnur og Magnús fluttir út og Melkorka auðvitað byrjuð að búa svo þetta eru klárlega ákveðin þáttaskil í lífinu hjá manni. Ég vona að herbergjunum verði aldrei breytt og maður geti komið í gamla góða herbergið þangað til húsið hrynur :=)

Jæja þá er best að halda áfram og koma sér í að pakka niður :)

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband