3.9.2007 | 22:15
Bifröst - Fyrsti dagur
Jæja fyrsta nóttin á Bifröst var í nótt. Ég fékk ekkert of mikinn svefn og er því hálf dasaður eftir nóttina en það vildi svo skemmtilega til að tölvan mín var með einhver leiðindi og ég varð að setja eitthvað dót aftur upp á nýtt í henni og hún hætti ekki að urga fyrr en 3 í nótt. Annars er herbergið að fá á sig mynd og íbúðin sjálf. Við Þorsteinn bjuggum okkur til sjónvarpsborð út pappakössum sem virkar svona ansi vel og svo fórum við áðan niður í Borgarnes og versluðum inn í Bónus og keyptum eitthvað smá drasl sem vantaði.
Við elduðum svo í sameiningu einhvern kjúklingarétt sem er nú bara eitt það besta sem ég hef smakkað og við lágum báðir kylliflatir eftir hann. Einhvernveginn finnst mér flest það sem ég hef eldað um ævina alveg ómótstæðilegt svo það er kannski ekki að marka.
Í dag var svo eiginlega svona kynningardagur. Rektor skólans hélt ræðu og ég verð að viðurkenna að eftir hana var ég eiginlega bara ekki nógu sáttur með að vera á Bifröst því hann var voðalega þurr og mér fannst þetta vera meiri skammar og reiðiræða en eitthvað annað en ég var nú nývaknaður og mér skilst að hann sé ágætis kall. Svo fór ég í hinn svokallaða hátíðarsal sem er svona stóri salurinn í gömlu byggingunni og þar sat ég yfir smá fyrirlestri um námið sjálft frá deildarforsetanum mínum sem virðist bara vera toppmaður og svo voru þar líka kennararnir við deildina. Eftir það fórum við svo í hádegishlé og eftir hádegi fór ég aftur inn í hátíðarsal og þá tóku ýmsir til máls varðandi skólann sjálfan og starfið og að því loknu fóru fulltrúar nemendafélagsins með okkur smá hring um svæðið.
Við fórum svo og gengum frá húsaleigusamningunum okkar ég og Þorsteinn svo það myndi ekki dragast á langinn og svo er nóg af verkefnum framundan þessa viku. Leiðtogavikan byrjar á morgun en þá verður Capacent með ýmis námskeið fyrir okkur og svo þarf maður að koma sér betur fyrir, setja saman eina hillu, sækja um húsaleigubætur, sækja netsnúru, fá fólk til að laga hluti í íbúðinni, borga skólagjöldin, borga eitthvað þinglýsingargjald o.s.fv.
Eins og ég segi þá er nóg að gera og maður hefur eiginlega ekki tíma til að hafa heimþrá :) Jæja tölvan er alltaf með einhver læti svo ég þori ekki að skrifa lengur ef hún skildi detta út því ég ætla einmitt að fara í að laga hana núna :)
Þangað til næst... Kolbeinn
Við elduðum svo í sameiningu einhvern kjúklingarétt sem er nú bara eitt það besta sem ég hef smakkað og við lágum báðir kylliflatir eftir hann. Einhvernveginn finnst mér flest það sem ég hef eldað um ævina alveg ómótstæðilegt svo það er kannski ekki að marka.
Í dag var svo eiginlega svona kynningardagur. Rektor skólans hélt ræðu og ég verð að viðurkenna að eftir hana var ég eiginlega bara ekki nógu sáttur með að vera á Bifröst því hann var voðalega þurr og mér fannst þetta vera meiri skammar og reiðiræða en eitthvað annað en ég var nú nývaknaður og mér skilst að hann sé ágætis kall. Svo fór ég í hinn svokallaða hátíðarsal sem er svona stóri salurinn í gömlu byggingunni og þar sat ég yfir smá fyrirlestri um námið sjálft frá deildarforsetanum mínum sem virðist bara vera toppmaður og svo voru þar líka kennararnir við deildina. Eftir það fórum við svo í hádegishlé og eftir hádegi fór ég aftur inn í hátíðarsal og þá tóku ýmsir til máls varðandi skólann sjálfan og starfið og að því loknu fóru fulltrúar nemendafélagsins með okkur smá hring um svæðið.
Við fórum svo og gengum frá húsaleigusamningunum okkar ég og Þorsteinn svo það myndi ekki dragast á langinn og svo er nóg af verkefnum framundan þessa viku. Leiðtogavikan byrjar á morgun en þá verður Capacent með ýmis námskeið fyrir okkur og svo þarf maður að koma sér betur fyrir, setja saman eina hillu, sækja um húsaleigubætur, sækja netsnúru, fá fólk til að laga hluti í íbúðinni, borga skólagjöldin, borga eitthvað þinglýsingargjald o.s.fv.
Eins og ég segi þá er nóg að gera og maður hefur eiginlega ekki tíma til að hafa heimþrá :) Jæja tölvan er alltaf með einhver læti svo ég þori ekki að skrifa lengur ef hún skildi detta út því ég ætla einmitt að fara í að laga hana núna :)
Þangað til næst... Kolbeinn
Athugasemdir
Þegar ég fæ heimþrá, þá finnst mér voða gott að láta renna í bað, og fara ofan í það í fötunum og drekka kókómjólk á meðan.
Magnús (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 23:43
Er ekkert net þarna eða ? þú ert allavega aldrei á msn :(
Ragnar Sigurðarson, 12.9.2007 kl. 20:49
heh jú. Vélin mín eiginlega krassaði og ég var bara með blað og penna en núna er þetta komið í gang allt saman og ég ætti að fara að sjást ;)
Kolbeinn Karl Kristinsson, 13.9.2007 kl. 08:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.