18.9.2007 | 09:03
Fréttir
Ég hef ekki skrifað mikið vegna þess að það hefur þannig séð ekki mikið áhugavert verið að gerast. Ég nenni ekki að koma með hundleiðinlegar bloggfærslur um þá áfanga sem ég er í eða tala um hvað einhver fyrirlestur var sniðugur.
Ég get samt sagt það að ég er í Markaðsfræði, Upplýsingatækni, Þjóðhagfræði, arðsemisgreiningu og svo tek ég í aðferðafræði í október.
Ég byggði mér náttborð í gær úr Ikea og var bara of stolltur af sjálfum mér og svo setti ég líka saman skrifborðsstól sem heitir b.t.w. Magnús http://www.rumfatalagerinn.is/rl/vefverslun/?ew_877_cat_id=13201&ew_877_p_id=22626663 og verður hann heiðursstóll Magnúsar þegar hann kemur í heimsókn.
Ég var svo latur í gær að ég byrjaði á því að fara í fyrirlestur til klukkan 10:15 og svaf svo til klukkan 1, fékk mér kjúklingaborgara, franskar og kók á kaffihúsinu, fór í verkefnatíma klukkan 2 í 40 mín og var svo gerandi ekki neitt út daginn. Ákvað reyndar að lesa aðeins í Markaðsfræðinni áður en ég fór að sofa en tók svo eftir því í morgun að ég las í vitlausri bók en það kemur ekki að sök.
Svo er auðvitað ekki skóli á morgun (aldrei skóli á miðvikudögum hér)
Jæja ég kem heim næstu helgi og hef áætlað að taka því rólega, líta kannski í bíó eða leigja mér spólu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.