Magabólgur og krúnurökun

Voðalega notlegt að koma heim um helgina og geta verið í slökun.

Ætlaði í klippingu í dag en það var allstaðar lokað sem þýddi að það að ég þyrfti að fara inn í þriðju vikuna óklipptur sem var bara óásættanlegt fyrir mig svo ég tók bara upp rakvélina og hakkaðist á sjálfum mér en ég hef oft klippt mig sjálfur og það hefur aldrei komið vel út. Í þetta skiptið var þetta svo mikill hrillingur að ég var orðlaus. Endaði bara á því að taka minnstu klippuna og tók hárið allt af! Það tók smá tíma að venjast því að geta séð höfuðkúpuna en ég fíla þetta bara núna. Get unnið í hársverðinum og svo er þetta mjög frískandi en það var ekki laust við að maður hugsaði til nýnasistaflokksins eða Engla alheimsins þegar ég var búinn :)

Annars er ég hálf veikur þessa dagana. Vaknaði upp á föstudagsmorgun í ógeðslegum verkjum og þeir voru út daginn og eru enn en núna bara þegar ég borða. Ég er víst með magabólgur sem koma víst ef maður er með mikið stress en ég kannast ekkert við slíkt svo ég býð bara eftir því að þetta líði yfir og geri allt sem ég má ekki gera og borða allt sem ég má ekki borða.

Svo keypti ég mér flauelisbuxur í dag sem var eitthvað sem ég hef bara ekki gert áður og þær eru bara svona rosalega þægilegar og svona rosalega flottar og kostuðu bara alls ekki mikið og ég er bara svona rosalega sáttur og ég ég er bara búinn að segja of mörg og.

Fer svo upp á Bifröst á morgun og svo er það auðvitað Næturvaktin ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband