Til Guðmundar

Sendi þetta ljóð með verkefninu mínu til aðstoðarkennarans í Þjóðhagfræði sem fer yfir verkefnin.

Ég hef ekki fengið nein viðbrögð...

Til Guðmundar

Gjörðu svo vel og njóttu vel.
Þú drottins dýrðar drengur
Farðu nú yfir og gefðu vel
þú ljúfi máttar fengur

Skilaðu skilaðu, já skilaðu skjótt
Ég er að fara á taugum
Já skilaðu skilaðu skilaðu fljótt
ég horfi löngunaraugum

Mér nú er orðið um og ó
um og ó og ó ó ó
Ég sef varla varla rótt
fæ ég kannski brókarsótt?

Ég spenntur býð
um nokkra hríð
en ekkert vil ég stríð
aldrei um ómunatíð

Gefðu mér einkunn
og gefðana hátt
enga vil ég seinkunn
nema góðan afslátt
ég fái á aðaleinkunn

Kveðja, Kolbeinn Karl


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott ljóð, en ef ég á að setja út á eitthvað, þá hefði ég sleppt erindum 2, 3 og 4 og notað bara 1. og 5. erindi. þótt erindi 2, 3 og 4 séu alsekki slæm.

Magnús (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 17:07

2 Smámynd: Ragnar Sigurðarson

þetta tryggir þér allavega 0.2 hærri einkun

Ragnar Sigurðarson, 25.10.2007 kl. 17:46

3 Smámynd: Ragnar Sigurðarson

Kolbeinn þú þarft svo að fara kenna mér að sækja um á Bifröst

Ragnar Sigurðarson, 11.11.2007 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband