Ræðan mín

Ég fékk það verkefni að skrifa ræðu um hvað sem ég vildi og halda í áfanganum mínum. Ég komst svo að því að hún gildir ekki til einkunnar svo ég ákvað bara að nýta tækifærið og skrifa málefni sem er mér mjög hjartnæmt en margir myndu segja að væri hálf þunnt í heila ræðu og jafnvel telja að ég væri klikkaður.

Ég steig upp á svið í aðalsal háskólans og hélt eftirfarandi ræðu. Viðbrögð kennara voru nú bara nokkuð jákvætt og hann hafði ekkert út á þetta að setja.

Funarstjóri og aðrir gestir

Þú og ég… ég og þú
Eins og vel strokkuð mjólkurkú
Svo leikandi létt og fagurt
Svo unaðslega mjúgt og magurt

Nú loksins loksins loksins þú aflæðist
Þá Himneskur ilmur að mér læðist.
Hjarta mitt tekur viðbragðskipp
Finn ég í lykt af nóa Pipp?


Fá orð lýsa því jafn vel hverslags kraftaverkalyfi, sameiningartákni og jafnframt hamingjugjafi….. hið yndislega Pipp er.

Dömur mínar og herrar, það eru tvær gerðir af fólki í þessu samfélagi. Fólk sem borðar ekki pipp og fólk sem borðar Pipp. Það er svo einfalt.

Fyrri hópurinn stendur fyrir það sem hefur misfarist í þessu lífi. Hópur fólks sem heldur að lífið sé ekkert nema Nizza og Nóa Kropp. Þetta er fólk sem veit einfaldlega ekki hverju það er að missa af.

Seinni hópurinn er hópurinn sem lifiir núinu. Hópur sem kann að meta lífið og stendur fyrir þær framfarir sem átt hafa sér stað á Íslandi síðastliðin ár, þann árangur sem íslendingar hafa skapað sér með dugnaði, vinnusemi óþrjótandi metnaði… og pippi

Ég hitti eitt seinn gamla konu sem kom að mér grátandi. Það kom í ljós að Pippið var búið í Melabúðinni og hafði ekki verið til svo vikum skipti… Þessi kona er nú dáin. Við skulum hafa það í huga……..
Dömur mínar og herrar Slíkur er máttur Pippsins.

Nýlega kom í ljós að hvergi er betra að búa í heiminum en á Íslandi. Jafnframt hefur komið í ljós að sala á pippi hefur aldrei verið meiri. Það þarf engan stærðfræðing til að sjá að Pipp er því greinilega ástæða þeirra lífskjara sem við búum við í dag. Tengslin eru augljós.
Ég efa það ekki að öll ykkar hafið ykkar pipp sögu að segja heiminum og áhrif pippsins hafa eflaust snert ykkur persónulega og fjölskyldur ykkar, jafnvel vini og vandamenn, hver veit.

En hvað er það í Pippinu sem er svona gott? Jú. Pipp er einungis unnið úr úrvalshráefnum frá Nóa Siríus og eru gæði þess á heimsmælikvarða.

Allar rannsóknir sem gerðar hafa verið á síðastliðnum árum benda til þess að Pipp sé ekki aðeins gott nammi og kraftaverkalyf heldur Sameiningartákn mismunandi stétta innan samfélagsins og hafa margir velt því fyrir sér afhverju lög hafa ekki verið sett í íslensku stjórnarskrána varðandi lágmarks daglega neyslu á pippi?

Ég ætla ekki að leitast við að svara þeirri spurningu hér í dag en hún minnir okkur ef til vill á það hversu heimurinn sem við búum í getur verið ruglaður. Að við búum í landi þar sem til er fólk sem ekki borðar Pipp!, að við búum í landi þar sem engin lög eru til lágmarksneyslu á pippi. Ótrúlegt!

Dömur mínar og herrar, Það er greinilegt að dagleg neysla á pippi hefur verið grundvöllur fyrir öllu því frábæra starfi sem gert hefur verið hér á Bifröst og nú er það okkar að gera grípa Pippið og gera það að vendipunkti í okkar lífi til að halda áfram að ná lengra.

Spurningin sem við þurfum því alltaf að spyrja okkur er þessi:
Viljum við búa í samfélagi þar sem metnaðarleysi og leti einkennir líf okkar eða viljum við búa í háskólasamfélagi sem byggist á jákvæðu hugarfari, metnaði og árangri þar sem pipp er hávegum haft.

Dömur mínar og herrar. Valið er ykkar.

Takk fyrir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Orð í tíma töluð. Það var tími til kominn að þessu málefni yrði veitt athygli. Þakka mér? Þakka þér!

tryggvi (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 23:22

2 Smámynd: Ragnar Sigurðarson

þú ert sjúkur maður Kolbeinn... sjúkur maður..

 hehehe :D

Ragnar Sigurðarson, 5.12.2007 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband