Þá er þetta búið.. næstum því

Kláraði Aðferðafræðiprófið mitt í gær og það gekk bara svona ansi vel. Fór svo aðeins og spjallaði við kennarana mína og skoðaði prófin.  Náði meira að segja Þjóðhagfræðinni sem ég var viss um að ég væri fallinn í þar sem tölvan mín varð batterýslaus í miðju prófi vegna þess að prófborðið mitt var ekki tengt í rafmagn og allt þurkaðist út af prófinu sem þýddi að ég þurfti að vinna helminginn af prófinu aftur og náði þar af leiðandi ekki að klára einhverja eina og hálfa til tvær blaðsíður af prófinu en já ég náði prófinu og útskrifaðist úr áfanganum með 7 sem er bara allt í lagi.

Svo var gærdagurinn bara annars tekinn í leti. Fór að sofa rétt yfir tólf og svaf því í rúma 12 tíma þar sem ég var að vakna. 

Þarf svo að mæta á einhverja misserisvörn á eftir og á morgun og fer svo heim á morgun í endanlegt jólafrí þótt þetta hafi nú verið hálfgert frí síðastliðnar tvær vikur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband