Bókvit = Verkvit? neee

Ef einhver segði að fjölskyldan mín hefði ekki verkvit þá hefur sá hinn sami bara.... uu mjög rétt fyrir sér reyndar!

Nei hér á þessu heimili er verkvitið ekki í askana látið þótt bókvitið sé eitthvað enda allir þeir sem búa á Bankavegi 8 ennþá í háskólanámi (mamma (er hjúkka, að læra djákna), pabbi(Er prestur, að læra sálgæslufræði), magnús (að læra verkfræði), Friðfinnur(Að klára viðskiptafræðina), og ég(í Viðskiptafræði)) 

En já þrátt fyrir allar þessar háskólagráður og komandi háskólagráður þá er alveg ótrúlegt hvað minnstu verk geta vafist fyrir okkur. Það var ekki fyrir svo mörgum árum síðan að við ákváðum að kaupa okkur jólatré sem var þannig að úr garði gert að það missti mjög mikið barr. Ætli það hafi ekki verið rauðgreni.

 Afgreiðslumaðurinn sagði okkur að þetta væri mjög einfalt, við þyrftum bara að sjóða fótinn á því og þá ætti það að halda sér nokkuð vel. Okey hljómar ekki mjög flókið en auðvitað tekst okkur að flækja allt.

Í stað þess að einfaldlega sjóða vatn í potti, setja hann á gólfið og skella trénu ofan í eins og allt venjulegt fólk myndi gera... ákváðum við að setja pottinn sem var gríðarlega stór og hár á pönnuna, setja á hæsta hita og svo var jólatréð sem var stórt og vígalegt tekið inn, plastið tekið utan af því og svo einfaldlega lyft upp og stungið ofan í pottinn á meðan hann var á hellunni.

Enginn okkar fattaði að þetta myndi aldrei virka þar sem það er vifta fyrir ofan helluna og tréð var svo stórt og hátt að það myndi auðveldlega rekast í loftið, svo ekki sé talað um alla þá orku sem fór í að lyfta því nógu hátt og síðast en ekki síst við að halda því stöðugu ofan í pottinum þar sem það þurfti að standa á ská út úr honum út viftunni sem var rétt fyrir ofan helluna.

Það ótrúlega var að á meðan við héldum trénu eins og hálfvitar ofan í pottinum og biðum eftir að suðan kæmi upp, datt engum okkar í hug að þetta væri kjánalegt. Okkur fannst þetta vera eina rétta leiðin og það var ekki fyrr en fyrir nokkrum dögum að ég fór að hugsa út í þetta og áttaði mig á því hverslags rugl þetta var.

 

Fyrir vikið var eldhúsið allt út í barri og einhvernveginn virkaði þetta ekki betur en svo að hálft barrið var farið af fyrir jól ;)

 

Já það er greinilegt að bókvit er ekki endilega það sama og verkvit 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband