Síðustu dagar

Nú fer svona að síga á seinni endann á þessari jólahátíð og ég tók ákvörðun strax í upphafi að vera ekkert að blekkja mig og vera ekkert að reyna að vinna neitt og hef samkvæmt því verið í fullri vinnu við að njóta lífsins og hef eiginlega ekki haft tíma í neitt annað. Hvernig fer fólk að því að njóta lífsins og vinna?

Annars veiktist ég skömmu fyrir jólin og var ekki nema með hálfu ráði dagana fyrir jól. Var með svo mikinn hita og svo út úr heiminum að þegar ég fór upp á læknavakt á Þorláksmessu endaði ég á því að vera þar í nokkra klukkutíma því ég hafði ekki rænu á því að athuga hvar ég var í röðinni og ég endaði á því að vera síðasti sjúklingurinn og viti menn ég var með streptokokka!
Ég hef samt ekki látið það stoppa mig og hef haldið fullum dampi, var meira að segja hlaupandi um kringluna daginn fyrir þorláksmessu með 39 stiga hita, var svo bryðjandi verkjalyf eins og nammi þangað til að ég fékk lyfin mín en ég á að taka svo mikið af þessum streptokokkalyfjum að ég hef varla við! Það hefur samt skilað sér og ég er alveg orðinn gjörsalega sprækur og tilbúinn í átök kvöldsins.
Ég spái góðu áramótaskaupi.

Jæja farinn að kúka og kaupa flugelda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband