1.1.2008 | 05:33
Árið á enda. Uppgjörið.
Jæja þá er árið 2007 bara á enda. Það er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið viðburðaríkt ár og ábyggilega eitt af þeim betri og ábyggilega viðamesta ár frá upphafi
Árið byrjaði með látum og byrjaði strax á því að vera forstjóri í hinu margumtalaða alltíeinu fyrirtæki sem var stofnað í fsu. Þar framleiddum við boli, alltíeinu bakkana margumtöluðu og brölluðum margt skemmtilegt. Fór í sjónvarps og útvarpsviðtöl og allnokkur blaðaviðtöl i flestum blöðum landsins sem var gaman. Unnum einmitt verðlaun fyrir markaðs og kynningarstörf.
Tók svo fullt af einingum í skólanum og kláraði t.d. 2 spænskuáfanga á einn önn.
Svo varð ég stúdent. dimmiteraði í Andrésar Andar búningi og svo kvaddi ég loksins fsu með útskrifarhúfu á höfði og bros á vör eftir annasamar annir.. (sakna skólans samt smá)
Vann svo í herraversluninni Blaze í sumar og fór til Rómar.
Vann svo í hugmyndasamkeppni fyrir s3.is og átti hlut í því að móta síðuna og koma henni á koppinn.
Var svo með Bjarna Harðarsyni í kosningabaráttu hans sem endaði vel.
Ég sótti svo um og komst inn á Bifröst og flutti þangað eftir sumarið og flutti inn með Þorsteini félaga mínum í gulan gám. Námið á Bifröst átti eftir að verða meira krefjandi en ég hafði gert mér grein fyrir en jafnframt mun skemmtilegra. Ég var loksins fluttur út að einhverju leiti eftir 20 ára vist á hótel mamma og byrjaður að sjá hvað hlutirnir kosta og hvað það tekur að reka eigið heimili.
Mitt nýja heimili átti eftir að líta svona út
b.t.w. hægri gámurinn er minn gámur
Ég setti svo í fyrsta sinn í þvottavél skömmu fyrir lokapróf sem var stórt skref í mínu lífi, ef ekki það stærsta.
Ég stefni á því að setja í næstu vél fljótlega eftir áramót ef hugrekkið leyfir ;)
Ég hélt að ég þekkti marga áður en að ég fór á Bifröst en þar kynntist ég heilum helling af fólki og gerði fullt af skemmtilegum hlutum. Ég einbeitti mér samt alfarið að náminu í þetta skiptið og kúplaði mig út úr öllum öðrum verkefnum eftir að hafa verið viðriðinn ófá málefnin á árinu. Ég náði svo á endanum öllum prófunum með ágætis meðaleinkunn og er strax byrjaður að undirbúa mig undir næstu önn.
Lífið var þó ekki einungis sigrar þótt árið hafi verið mér einstaklega hagstætt. Ég fékk Vífilfell til að styrkja mig til að halda útskriftarveislu fyrir Ísland en hætti við á síðustu stundu sem ég held að hafi verið rétt ákvörðun þegar á botninn er hvolft enda einver takmörk fyrir því hvað einn maður getur haft mörg járn í eldinum á sama tíma.
Ég hef líka bætt aðeins á mig á árinu sem verður eflaust mín helsta áskorun á nýju ári og nú er ekkert sem heitir :)
Fyrir nokkrum árum gerði ég ekki neitt alla daga, mér gekk ekkert í skólanum, ég féll mikið, kom heim til mín og sat í skrifborðsstól og horfði út í loftið og hreyfði músina á tölvunni minni fram og til baka tímunum saman og gerði ekki neitt.. bókstaflega!
Núna hef ég farið á klárað stúdent,
Fengið tæplega 20 meðmæli frá kennurum,
Farið á Dale Carnegie,
Unnið æðstu orðu Dale Carnegie,
Orðið aðstoðarmaður á Dale Carnegie,
Náð öllum markmiðunum sem ég skrifaði niður,
Tekið 4 spænskuáfanga á einu ári,
Klárað stúentinn á réttum tíma þótt áfangastjórinn segði að ég gæti það ekki, Verið forstjóri í fyrirtæki,
Farið í blaða, sjónvarps og útvarpsviðtöl
Búið til stuttmyndir,
Verið í videonefnd fsu,
Átt forsíðumynd DV,
Verið í ritstjórn, skrifað og myndað fyrir sunnlenska
Myndað og skrifað fyrir sudurland.is
Fengið ljóð eftir mig prentað í miljónum eintaka aftan á mjólkurfernur,
Tekið sirka 22 einingar á önn,
Unnið fyrir 5 vinnuaðila í einu þegar mest var með skóla,
Verið í ræðuliði fsu og keppt fyir hönd þess,
Unnið verðlaun á Dale Carnegie aðstoðarmannanámskeiði,
Gefið samtals yfir 1000 boli,
Sett vöru á markað
Verið í kosningaherferð fyrir þingmann
Fengið mér kærustu
Unnið í hugmyndasamkeppni s3.is
og fullt fleira....
Hvað kom fyrir? Hvernig fór ég frá því að vera einmanna, leiður, latur og metnaðarlaus yfir í að vera aktívur með háleit markmið og framkvæmt flest það sem kemur upp í hugann?
Ég ákvað að lífið hjá mér á að vera ævintýri og það ætti að vera ótrúlega gaman hjá mér. Alltaf! Ég sá að það eina sem stendur í vegi fyrir því að ég nái markmiðum mínum og framkvæmi það sem mér dettur í hug er ég sjálfur og minn hugsunarháttur. Og ef það er bara minn hugsunarháttur sem ákveður hvað ég get gert þá var þetta bara ekki spurning. Ég ákvað bara að breyta um hugsunarhátt.
Og lífið hjá mér hefur verið algjört ævintýri. Ég hef á síðastliðnu ári gert nánast meira en ég hef gert alla mína ævi og það er búið að vera geggjað.
Ég get hreinlega ekki beðið eftir að byrja nýtt ár. Get ekki byrjað eftir því að byrja nýja önn og klára fyrsta árið mitt á Bifröst, get ekki byrjað eftir því taka af mér jólamatinn, get ekki beðið eftir því eyða notalegum stundum í pottinum á Bifröst, get ekki beðið eftir því að byrja að skipuleggja skiptinámið sem ég ætla í, get ekki beðið eftir því að lenda í geðveikum ævintýrum á nýju ári.
Ég segi bara takk fyrir frábært ár og ég get ekki beðið eftir því að byrja nýtt ár af krafti. Nýtt upphaf til að ná þeim markmiðum sem eru enn í vinnslu, nýtt tækifæri búa sér til fleiri markmið til að ná og ný frábær ævintýri til að fara í.
Sjit hvað þetta á eftir að verða geðveikt :D
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.