Ávörp

Fæ alltaf óendanlega mikinn kjánahroll þegar fólk ávarpar mig vinur þegar ég tala við það og þá sérstaklega þegar það er venjulegt fólk en ekki fólk sem talar bara alltaf svona eins og prestar sem eru að reyna að hljóma ljúflyndir.

Svo finnst mér líka fáránlegt þegar fólk sem ég vel ávarpar mig sæll í síma eins og ég sé einhver ókunnugur maður. Ég heilsa fólki iðulega með hæi sem ég þekki vel. Ég ávarpa fólk sæll ef mér er eitthvað í nök við það og sæll og blessaður ef ég þekki það ekki.

Verst er þegar fólk blandar þessu saman og ávarpar mig sæll vinur. Þá líður mér eins og ég sé vangefinn (með fullri virðingu fyrir þeim) og það eina sem vantar er að fólk klappi á kollinn minn og brosi til mín og ég brosi til þeirra á móti og slefi.

Annars er mjög fyndið að fara á Mcdonalds þessa dagana þar sem einhver hefur greinilega skipað starfsfólkinu að ávarpa fólk á fáránlegan hátt en það er svona: Góðan daginn og hjartanlega velkominn á Mcdonalds, get ég aðstoðað?
Ég held að kjánahrollurinn nái í nýjar hæðir þegar ég heyri þessa kveðju. Ég heilsa iðulega á móti: Já þakka þér hjartanlega vel fyrir hjartanlega. Láttu mig góðborgaramáltíð... Hjartans innilegar þakkir... hjartanlega. Eftir það er ég ekki jafn hjartanlega velkominn í þeirra augum...

Annars er ég byrjaður að heilsa með eftirfarandi kveðjum sem vekja ábyggilega upp kjánahroll hjá einhverjum:

Já góðan daginn og glaðann haginn (bæti stundum við út um allan bæinn eða til í að mála rauðan bæinn?)
Ferskur og kátur? Til í slátur? (vantar eitthvað sem rímar við kát... kannski nammiát eða spíttbát... hmm nee)

fleira var það ekki sem truflar mig í dag nema hvað að dagurinn hefur farið í slökun og rólegheit þar sem skólinn er farinn í algjöra pásu fram að páskafríi fyrir utan eitt próf á fimmtudag í stærðfræði... svo fer ég bara í lokapróf eftir páska.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband