23.4.2008 | 11:24
Loksins loksins
Prófin búin og gengu vel. Skiptinámsumsókn farin til Dublin en ég var tilnefndur af Bifröst svo líkurnar eru góðar, meira bara formsatriði. Misserisverkefnisvinna búin. Var vakandi í 38 tíma til að klára misserisverkefnið sem endaði í 67 blaðsíðum. Vakti svo 20 tíma í nótt til að undirbúa misserisvörnina sem var flutt núna kl 08:30 í morgun gekk ágætlega. Skýrslan okkar var full jákvæð en verkefnið samt gott og vörnin gekk bara ágætlega miðað við að við fengum kennarann Einar Jónsson sem vinnur hjá ParX ráðgjafaþjónustunni og hefur gert greinargerð varðandi sjávarútveginn og var því miklu betur að sé í honum en við en verkefnið okkar var fýsileikakönnun sem tengdist sjávarútvegi og svo Guðmund Ólafsson hagfræðing og stærðfræðing sem virðist vita allt um allt eins og þeir sem hlusta á Útvarp sögu og horfa á Silfur Egils vita en þar er hann tíður gestur.
Nú ætlum við í misserishópnum að hafa hátíðlegan kvöldverð seinna í dag, á morgun er svo opinn dagur á bifröst og á föstudag þarf ég svo að vera í viðveruhóp hjá hópi sem ver sitt verkefni. Svo fer ég heim á Selfoss eftir að hafa ekki komið heim í fleiri vikur og byrja svo á sumarönn næsta mánudag.
Hvernig er það annars með þessa bílstjóra, þurfa þeir ekkertt að vinna? annars styð ég þá í þessu. Ef ég ætti bíl myndi ég hjálpa þeim. Ég get kannski komið á hjólinu mínu
vá það er greinilegt að ég veit ekki hvað punktar eru þegar ég horfi aðeins á færsluna
Bílstjórar á leið í Ártúnsbrekku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú er það bara að skella sér heim í heiðardalinn, til stóra bróður!
Magnús (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.