17.5.2007 | 20:15
Egill Bjarnason, þetta er fyrir þig
Fáir hafa snert jafn mörg líf og hann Egill Bjarnason, sonur Bjarna Harðarsonar. Það er ekki annað hægt en að dást af því strákurinn hefur áorkað þrátt fyrir erfiðleikana og þær hindranir sem hafa orðið í vegi hans. Það er með stollti sem ég set hér inn fjórða ljóð í bloggvinabálknum og er það guðsbarnið Egill Bjarnason sem fær það.
Egill halltu áfram að reyna, megi drottinn blessa þig og þetta er til þín
Á dýrðardegi
Hann situr snáðinn þarna,
hann Egill sonur Bjarna
Trítlar, gengur, skokkar.
Eru þetta hans sokkar?
Pilturinn vill sitt smér
það fær hann ekki frá mér
Á hann engin kemst varta
því blóm hann hefur í hjarta
Á dýrðardegi um engin skoppar
Sunnlenska eflaust án hans floppar
Hermd þú mér ástarspegill
Heitir hafmeyja hafsins Egill?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2007 | 20:08
Ingunn, þetta er fyrir þig
Þriðji bloggvinurinn minn er hún Ingunn (Dramafíkill). Ingunn hefur dreft svo mikilli visku meðal hinna viskulausu og svo mikilli
ást á meðal hinna ástlausu að hún á skilið næsta ljóð. Ingunn, stattu þig stelpa og njóttu vel!!!
Alþjóðaheilbrigðismálastofnun
Þú yndisfríða dýrðarmær
stjarna þín skín svo undurskær
Þú guðfaðir sálar minnar
og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar
Hvílíkt hjarta, hvílíkur munnur
og höfuðið viskubrunnur
Ég syng þér til heiðurs
Þú háa dýrðardís
Þú máttuga veraldarskvís
Hví dansar þú þinn dýrðardans
Hví syngur þú minn himnastans
Engin er þín ástarþvingun
Er nafn þitt kannski Ingunn?
Þú hefur dottið í lukkupottinn
Gengur nú móts við drottinn
Hvaðan er dýrðin sprottin
Þú vegsami þröskuldur hamingju
Þú dýrðarengill visku.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.5.2007 | 04:12
Lög dagsins
Annað lagið er svo árstíðirnar 4 eftir Vivaldi. Þetta mun held ég vera sumar. Ég mæli samt með því að þið fáið ykkur þessi lög, lokið augunum og hlustið á þau með alvöru headphones. Það er æði. Hér er lagið svo í flutningi hinnar geysimögnuðu Kyung Wha Chung.
b.t.w. ég verð ekki bara með klassísk lög sem lög dagsins ;)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.5.2007 | 02:24
Bjarni Harðar, þetta er til þín
Þá er kominn annar blogvinur og það er tilvonandi þingmaður og heiðursmaðurinn Bjarni Harðarson. Bjarni fær því annað ljóð þessa bálks.
Bjarni, þetta er fyrir þig og þau tár sem þú hefur þurft að fella. Nú er framtíðin þín og þú ert sigurvegari í hjörtum okkar þrátt fyrir tár fortíðar. Nú tekur framtíðin við Bjarni og þetta ljóð er til þín:
Tár fortíðar verða þerruð
Þú drottins dýrðar barn
Þú gjöfuli dýrlingur frelsis
Þú ert minn herra, þú ert mitt goð
Af lotningu ég mig hnegi.
Til þín þú fallegi hirðir ástar
þú guðdómlegi drengur þrenningar
Með berum hnefunum hann bjarni berst
þangað til í þingstólinn hefur sest
Önnur eins barátta varla hefur sést
Ávalt segir að framsókn sé best
Hver mun hlúa þín sár
Hver mun þurka þín tár
Þú guðsbarn ástar
þú æskublóm
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2007 | 00:19
Fáðu frítt ljóð um þig!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2007 | 22:29
Þetta er til þín fyrir Ragnar
Þetta ljóð er eitt af þremur ljóðum sem ég hef samið til Ragnars, sem er b.t.w. eini bloggvinurinn minn hingað til og sést hérna á hægri hönd. Ég mun skrifa ljóð um alla þá sem gerast bloggvinir mínir og svo mun ég líka halda áfram að skrifa ljóð tileinkuð Ragnari þegar fram líða stundir. Ég mun hafa sérstakt Ragnars ljóðahorn með ljóðum um þennan fallega dreng sem hefur snert svo marga í baráttu sinni og bara með tilvisst sinni.
Ragnar, þetta er fyrir þig:
Myrkri herra næturinnar
Á hæstu hæðum ákalla ég nafn þitt
Hjarta mitt er þitt og þitt er mitt
Þú myrkri herra næturinnar
Þú drottins hjarta aldarinnar
Hjarta þitt er hreint og haus þinn vitur
Ragnar minn vertu því ekki bitur
Á gullnu hjarta ástar þú situr
Ég horfi þig löngunaraugum
Verðum vér að elskhugum
Andlegur leiðtogi þér hef ég verið
Nú saman við förum upp altarið
og í rúmið.. í kjölfarið
Með visku þinni þú fræðir
Með hjarta þínu þú mig bræðir
Fegurð þín líkt og rósahaf
Ragnar, ég mun elska þig... Alltaf
Bloggar | Breytt 17.5.2007 kl. 04:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.5.2007 | 17:14
Blautur dagur
Það er frekar blautur dagur í dag og því verður mér ekki mikið úr verki. Ég er að njóta þess að geta slakað á næstu daga eftir harða prófdaga þar sem ég missti meðal annars af West Ham-Manchester United leiknum en fyrir þá sem ekki vita þá ákvað ég skyndilega að fá mikinn áhuga á fótbolta.
Ætla aðfá mér eitthvað gott, kannsk kakó, og horfa svo á Friends eða eitthvað.
Bendi á geggjaðan leik http://leikjanet.is/?gluggi=leikir_spila&leikur=60
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2007 | 14:39
Fyrst ég hef ekkert að gera...
Svona fyrst að ég er búinn með öll próf, skólinn búinn, ég ekki með vinnu og ég hef lítið sem ekkert að gera ákvað ég að ég yrði að vera svoldið menningarlegur og skrifa grein til að fólk héldi ekki að ég væri algjör kjáni.
Skrifaði grein um mögulega stjórnarmyndun á hugi.is
http://www.hugi.is/stjornmal/articles.php?page=view&contentId=4898220
Ótrúlegt hvað maður getur haft gaman af asnalegum hlutum þegar maður hefur ekkert að gera. Ég lifi bara í lúxus þessa dagana. Vakna eftir hádegi, geng út í bakarí og finn mér áhuga á asnalegum hlutum eins og stjórnmálum landsins.
B.t.w. ég mæli ekkert sérstaklega með þessri grein, frekar leiðinleg ef eitthvað er ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.5.2007 | 23:27
VICTORIOUS
Ég náði öllum prófunum!!! Var búinn að vita varðandi öll prófin fyrir svoldlu síðan fyrir utan spænsku 403 en ég fór ekki í það fyrr en bara í gær og fékk einkunnina svo í gærkveldi. Hélt að ég væri hugsanlega fallinn en nei nei kallinn tók þetta með 7 sem mér finnst nokkuð gott miðað við að ég var bæði í spænsku 303 og 403 saman og spænsku 403 í fjarnámi.
Reyndar verð ég að viðurkenna eitt. Ég fagnaði ógurlega eftir að ég frétti að ég hefði náð öllu en svo eftir svona 20 mínútur af fagnaði fann ég allt í einu fyrir smá aðgerðarleysi. Jæja þá er ég bara búinn að ná öllu og útskriftin er eftir eina og hálfa viku... og hvað á ég að gera á meðan? Ég er ekki kominn með vinnu og svo fer ég eitthvað út núna í byrjun Júní og það er erfitt að ráða sig í vinnu og segja að maður geti ekki unnið neitt ægilega mikið. Frí hérna og frí þarna. Veit ekki hvaða stefnu ég á að taka í þessum málum. Kannski að maður fari bara út í sjálfstæðan atvinnurekstur í sumar en það er eitthvað svo ólíklegt held ég. Ég er samt búinn að ákveða að ég ætla að hafa þetta sumar skemmtilegt. Síðasta sumarið sem ég hef áður en ég fer í háskóla og í sumar ætla ég að hreyfa mig, koma mér í form, njóta góða veðursins og stressa mig ekki of mikið en maður verður nú að hafa peninga til að lifa!
Jæja ég nenni ekki að stressa mig á því. Þetta reddast ;)
En allavegana þá er ég búinn að sækja útskriftarhúfuna og búinn að ná öllu sem ég þarf að ná til að útskrifast.
Útskrift, here i come!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)