22.5.2007 | 12:54
Engin veisla fyrir Ísland
Hæ.
Ég verð því miður að hætta við útskriftaveislu Íslands að þessu sinni. Ástæðan er bland af ýmsum þáttum en meðal annars húsnæðisvandamál
Takk allir fyrir áhugann og vonandi hleypir einhver þessari hugmynd í framkvæmd seinna :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.5.2007 | 18:33
Lög dagsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2007 | 02:12
Aðfangadagur
Ég slamma hendinni á klukkuna í von um að lenda á réttum taka.
Eftir nokrar tilraunir þagnar klukkan og ég held áfram að sofa.
eftir tíu mínútur af aukasvefni hálf opna ég annað augað og lít út um gluggan sem er þakinn snjó.
Um leið og ég dreg andann finn ég þessa yndislegu lykt sem er bland af smákökum og sjóðandi hamborgarahrygg.
Ég fer í nýpressuð fötin sem ég ætla að vera í fram eftir degi eða þangað til að allt verður heilagt klukkan 6.
í sömu andrá og ég stíg fyrsta skrefið niður stigann heyri ég að einhver hefur sett uppáhalds jólalagið mitt á.
Þetta er allt einhvernveginn of fullkomið til að vera satt.
Ég geng niður stigann fullur af hamingju og ætla að hringja í kærustuna þegar ég er búinn að faðma fjölskylduna.
Ég sé að það er enginn vaknaður nema ég sem er skrítið því að klukkan er orðinn frekar margt miðað við að það er aðfangadagur.
Ég þramma inn í eldhús og sé að á borðinu eru smákökur ásamt ískaldri mjólk sem eru greinilega ætlaðar mér því að ofan á disknum er miði stílaður á mig með efirfarandi skilaboðum:
,,Njóttu þeirra meðan að þú getur".
Ég skil ekkert hvað þessi skilaboð þýðs en leiði það hjá mér enda líta smákökurnar meira en vel út og bragðið ennþá betra.
Þegar ég hef klárað smákökurnar geng ég aftur upp og lýt inn í herbergi mömmu og pabba sem eru mér til mikillar furðu ekki þar og rúmið er umbúið líkt og enginn hafi sofið í því um nóttina, því næst geng ég inn í herbergi bróður míns og sé að þar er það sama upp á borðinu og koll af kolli í öllum svefniherbergjum hússins.
Í gegnum huga minn fer einhver smá óttatilfinning og eitthvað segir mér að það sé ekki allt með feldu.
Ég segi við sjálfan mig að vera ekki með þetta rugl. Fólkið sé ábygilega bara úti að fara með síðustu jólakortin.
Án frekari hugsana fer ég inn í sjónvarpsherbergi til að horfa á pappírspésa en það hefur verið hefð hjá okkur í kringum árin. Ég kem mér þægilega fyrir í besta stólnum og kveiki á sjónvarpinu.
Í stað pappírspésa fer videoið í gang og á skjáinn kemur ekkert nema texti neðst á skjánum sem er svo lítill að ég sé hann varla.
Þegar ég horfi betur sé ég að í textanum er meðal annars nafnið mitt.
Ég reyni að sjá betur hvað stendur og eftir smá stund verður mér það ljóst að á skjánum stendur ,,Afhverju ég?" og því næst nafnið mitt.
Um mig grípur mikill ótti og hjartað hamast hratt. Ég finn fyrir vanlíðan en skil samt ekki afhverju.
Hafði ég gert eitthvað? Ég vissi ekki að ég ætti í nök við neinn mann.
Ég vissi ekki hvað ég átti að gera og hljóp þvi í símann í von um að ná í pabba en síminn hans var lokaður og það sama gilti um gsm síma allra hinna.
Á meðan að ég stóð með símann í hendinni í örvæntingu heyri ég allt í einu að einhver hefur kveikt aftur á útvarpinu en í þetta skiptið heyrast ekki falleg jólalög heldur aðeins geðveikislegur hlátur úr karlmanni sem hættir svo skyndilega. Það er dauðaþögn í húsinu.
Einhvernveginn vissi ég að eitthvað hafði gerst fyrir mömmu og pabba og hina í fjölskyldunni en ég gat ómögulega skilið hvað, hvernig og síðast en ekki síst afhverju.
Ég var í sjokki og átti erfitt með andadrátt. Tárin streymdu niður kinnarnar því að ég vissi einhvernveginn að það hefði eitthvað komið fyrir og það sem var verst: Ég átti einhvern hlut í máli !!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2007 | 01:52
Ellý Ármannsdóttir, i'm on to you!
Jæja ég sá að ég komst tímabundið á top 50 listann yfir vinsælustu bloggin hérna á blog.is út af fréttinni minni um partýið en datt svo vitanlega aftur út enda ekki hægt að halda sér uppi á einni færslu.
Ég fór aðeins að skoða listann og sá þá að Ellý Ármannsdóttir er með langvinsælasta bloggið í dag og greinileg það sem hún hefur að segja er greinilega heitasta heitt og ég fór að pæla í því hvað væri svona afskaplega merkilegt við þetta blogg og mér sýnist það vera að hún er alltaf með einhverjar asnalegar sögur og þá datt mér í hug að gera bara það sama nema gera það betur en hún og fara í átak sem gengur út á að reyna að komast inn á topp 50 listann á næstu 30 dögum.
Fyrsta sagan kemur hérna rétt á eftir... vonandi :=)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2007 | 01:19
Skipting ráðuneyta
Jæja og í allt aðra sálma. Á meðan að ég leyfi fólki aðeins að kólna yfir þessu partýi mínu á föstudaginn ætla ég út í allt aðra sálma og að þessu sinni eitthvað sem fæstir hafa áhuga á og það er stjórnarmyndunin :=) Ég spáði því að stjórnin yrði mynduð á þriðjudaginn en meiri óvissa er varðandi skiptingu ráðuneyta. Ég ákvað að prófa að riffsa upp hvernig ég held að þetta muni skiptast en annars hef ég voða litla hugmynd um það og gaman ef einhverjir stjórnmálaspekúlantar lesa þetta ef þeir gætu komið með sitt komment.
Annars byð ég hinn venjulega borgara afsökunar á því að koma með svona leiðinlegan þráð :D
Svona æta ég að spá þessu miðað við óbreyttan ráðuneytafjölda en það verður þó varla en ekki ætti að vera mikið mál að púsla þessu saman þrátt fyrir það
Forsætisráðuneytið: XD
Viðskiptaráðuneyti: XD
Fjármálaráðuneytið: XD
Iðnaðarráðuneytið: XD
Menntamálaráðuneytið: XD
Sjávarútvegsráðuneytið: XD
Samgönguráðuneyti: XD
Utanríkisráðuneytið: XS - Vegna þess að Xd fær forsætisráðuneytið.
Umhverfisráðuneytið: XS
Félagsmálaráðuneyti: XS
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðun: XS
Landbúnaðarráðuneyti: XS
Dóms og Kirkjumálaráðuneytið: XS
Samt algjörlega skot út í bláinn en það eru samt nokkur ráðuneyti þarna sem maður sér svona annan flokkinn frekar í en hinn :=)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.5.2007 | 17:26
Þér er boðið!
Þá er það staðfest. Vífilfell ætlar að styrkja útskriftarveisluna mína og bjóða upp á veitingar í veislunni. Fyrir þá sem ekki vissu þá ætlaði ég að bjóða öllu Íslandi í útskriftarveisluna mína og hér er boðskortið ykkar:
Kæru landsmenn, ágæta ríkisstjórn og hæstvirtur forseti Íslands
Í tilefni af útskrift minni sem haldin verður 25. maí næstkomandi mun ég halda útskriftarveislu fyrir Ísland og alla þegna landsins.
Veislan verður haldin á Selfossi við Austurveg, aðalgötu Selfoss og verða veisluhöldin staðsett á túninu við hliðin á Skóbúð Selfoss eða fyrir utan Nóatún á Selfossi (kemur í ljós í vikunni)
Vífilfell mun meðal annars bjóða upp á léttar veitingar og ríkisstjórn íslands og Ólafi Ragnari Grímssyni forseta landsins verður boðið.
Það væri sannur heiður ef þú gætir séð þér fært um að vera viðstaddur veisluhöldin sem hefjast kl 16:00 25. maí 2007
Lengi lifi Ísland, húrra húrra húrra
Kær kveðja, Kolbeinn Karl Kristinsson
Bloggar | Breytt 19.5.2007 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
18.5.2007 | 16:41
Gluggahreinsun
Ég er kominn í gluggahreinsunarbransann. Búinn að redda mér öllu því helsta sem ég þarf fyrir utan reyndar stiga en hann verður keyptur öðru megin við helgina. Svo verða æfingar um helgina og svo hefst reksturinn.
Ef þið búið á Selfossi og vantar gluggaþvottamann fyrir lítinn pening, þá bara hafið þið samband.
Ég hef trú á því að þetta muni ganga hjá mér í sumar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2007 | 23:56
Einstaklingur óskast!
Óska eftir einstaklingi til að gera ekki neitt með fram yfir helgi! Áhugasamir mætið heim til mín með snakk og kók á morgun í kringum 2 leytið. Ef ég er sofandi þá er viðkomandi velkomið að leggjast upp í og sofa fram yfir kaffi.
Dagskráin verður svona:
Föstudagur:
15:00: Vakna
16:00: Horfa á Friends
17:00: Horfa á Friends
18:00: Horfa á Friends
19:00: Pizza
20:00: Ekkert spes
21:00: Ekkert spes
22:00: Ekkert spes
23:00: Ekkert spes
24:00: Ekkert spes
01:00: Ekkert spes
02:00: Ekkert spes
03:00: Ekkert spes
04:00: Sofa
Laugardagur:
16:00: Vakna
17:00: Horfa á meira friends
18:00: Horfa á meira friends
19:00: Pizza
20:00: Ekkert spes
21:00: Ekkert spes
22:00: Ekkert spes
23:00: Ekkert spes
24:00: Ekkert spes
24:00-04:00: Ekkert spes
04:00 Sofa
Sunnudagur:
19:00: Vakna
19:30: Pizza
20:00: Friends
21:00: Friends
22:00: Friends
23:00: Friends
24:00: Friends
01:00: Friends
02:00: Friends
03:00: Friends
04:00: Sofa
Viðkomandi þarf að vera góður í að panta pizzur og felur það í sér að geta komið SÍFELLT á óvart!
Ef enginn finnst neyðist ég til að vera mjög aktívur um helgina og felur það í sér þrif, hreyfingu og uppbyggilega afþreyingu!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2007 | 23:23
Varist Hauk!!!

Á meðfylgjandi mynd sést hvar Þorgerður hendir Hauki út í buskann.
Haukur Hauksson, fyrrverandi eiginmaður Þorgerðar Þór Þorgrímsdóttur er týndur. Samkvæmt heimildum blaðsins mun Þorgerður hafa hent Hauki út eftir slæmt gengi framsóknarflokksins í alþingiskosningunum. ,,Hann sagði að Framsókn hlyti að auka fylgi sitt síðustu daga fyrir kosningar en það var bara bull. Ég trúði lygunum hans en þegar atkvæðin komu upp úr kössunum þá kom í ljós að þetta voru allt lygar. Lygar!! Svo sagði hann að framsókn hlyti að ná eitthvað áfram í samningaviðræðum við Sjálfstæðsflokkinn en þegar það fór út um þúfur, þá var það dropinn sem fyllti mælinn, sagði Þorgerður í samtali við bloggið.
Ekkert hefur sést til Hauks síðan Þorgerður kastaði honum á dyr og er fólki bent á að hringja beint í lögregluna í Rvk ef það verður vart við för hans. Að sögn Björns Steingrímssonar yfirlögregluþjóns í Reykjavík er þetta sami Haukur og spáði því að Ísland kæmist upp úr forkeppni Eurovision. ,,Ég vil bara brína fyrir fólki að yrða ekki á hann heldur hringja beint í okkur í lögreglunni, hann er hættulegur en hann er fyrst og fremst er hann veikur og því þarf að koma honum sem fyrst undir læknishendur" segir Björn Steingrímsson yfirlögregluþjónn.
Samkvæmt heimildum fréttablaðsins hefur nokkur usli verið innan samfélagsins vegna þessa máls og herma ástæða þess að viðræður Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafi farið út um þúfurnar hafi verið hræðsla við Haukur væri meðal samningamanna.
Einnig fékk bloggið símtal frá einstæðri húsmóður í vesturbænum sem í matarinnkaupum sínum rakst kassadömu sem leit skuggalega út og telur hún næsta öruggt að þarna sé um Hauk að ræða og segir engu skipta að hún hafi verið kvenmaður ,,Hann hefur bara logið um kynferði sitt, það er alveg greinilegt. Ég er búinn að banna krökkunum að fara í skólann á meðann hann gengur laus og við fjölskyldan höfum læst okkur niður kjallara á meðan þetta ástand er að ganga yfir, ég er bara hrædd um líf mitt og krakkana" sagði húsmóðirin sem óskaði þess að koma ekki fram undir nafni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)