italia

Jaeja ta er madur i Rome. Eftir ad hafa komid okkur fyrir a hotelinu aetludum vid ad fa okkur ad borda og endudum a mcdonalds vegna tess allt annad var lokad. Komumst ta ad tvi ad flestir herna kunna ekki stakt ord i ensku og vid endudum a tvi ad fa 5 hamborgara og 4 skamta af storum fronskum i stad 3 hamborgara og 2 skammta af fronskum :)

Forum svo i morgunmat i morgun sem var geggjadur og logdum okkur svo aftur i geggjudu rumunum okkar. Her lita allir ut eins og Stebbi nebbi (Stebbi Itali). Forum svo i svona bus tour um borgina i dag og skodudum okkur um. Saum medal annars hringleikahusid og fleira drasl og tetta er allt saman geggjad. Erum a internetkaffi nuna eda reyndar internet bullu og vid turftum ad syna okuskirteinin okkar eda passports og allar upplysingar um okkur skradar nidur en pabbi var med hvorugt svo hann ma ekki fara a netid.

 

timinn er buinn. bae i bili


Í flughöfninni

Jæja er í flugstöðinni núna. Náði með krókaleiðum að komast inn á bloggið mitt þótt ég eigi held ég ekki að geta það. Jæja ég ætla að stökkva út í vél áður en einhver böggar mig :)

 Ítalía, here i come


15 staðreyndir um mig...

Vissirðu að ég á tvo alveg eins tannbursta sem ég nota báða jafn mikið?
Vissirðu að ég er 192 cm?
Vissirðu að ég er útskrifaður?
Vissirðu að ég er búinn að vera áskrifandi af Andrés Önd frá því að ég var lítill?
Vissirðu að ég á 3 systkyni?
Vissirðu að ég á ljóð sem er í dreigingu á mjólkurfernum?
Vissirðu að ég elska bananabrauð?
Vissirðu að ég get ekki borðað buff en ég get borðað kjötbollur?
Vissirðu að þessi bloggsíða mín er nr. tuttugu og eitthvað?
Vissirðu að ég er að leggja af stað til Ítalíu eftir 7 mínútur?
Vissirðu að ég klippi mig sjálfur því ég vil ekki skipta um rakara og hann klippir svo illa?
Vissirðu að ég kann ekki á þvottavél?
Vissirðu að ég átti kind sem gæludýr sem hét Snúbba og borðaði ekki gras og ekki vatn?
Vissirðu að ég skrifa fyrir Sunnlenska fréttablaðið?
Vissirðu að ég er svefnburka og sef yfirleitt yfir mig?

Ítalía á morgun

Jæja þá er það bara Ítalía á morgun eða reyndar á eftir fyrst að það er kominn nýr sólarhringur. Ég er samt lítið farinn að spá í ferðina og á eftir að pakka niður og gera milljón hluti og meðal annars panta ferð og hótel handa ömmu minni og afa og fleirum til London sem virðist vera ómögulegt. Afhverju þarf gamalt fólk alltaf að skipta um skoðanir um alla hluti og velta hlutunum fyrir sér eins og það hafa allan tíma í heimi. Ég var yfir þessu með þeim í sirka 3 tíma og ég er ekki ennþá búinn að panta neitt og ég veit eiginlega ekki hvenar ég á að ganga frá því því ég þarf að fara frá Selfossi í síðasta lagi á hádegi á morgun!
Þetta reddast nú alveg. Klára allt sem ég þarf að klára núna og redda svo þessum pöntunarmálum á morgun :)

Sjáumst eftir viku. Kem með þvílík Ítölsk updates hérna á síðuna og segi ykkur hvað þetta er frábært eða öfugt :)

arrivederci ;)


Má ég ekki bara lofa rosa rosa mikið?

Ég sendi Bifröst útskriftarskírteinið mitt frá FSu áðan og allt gott og blessað með það. Ég fékk svo sent um daginn bréf frá þeim í pósti um að ég væri kominn inn og allt það en svo stóð að það væri á leiðinni til mín gíróseðill upp á 45.000kr sem væri staðfestingargjald. Ég ætlaði að spyrja þá hvort ég mætti ekki bara lofa lofa ótrúlega rosalega mikið að ég myndi koma en það er greinilega ekki nóg svo ég neyðist til að borga.
Eins gott að þetta dragist af skólagjöldunum sem eru b.t.w. 21.500kr á hverja einingu og ég tek 15 einingar á önn og það eru 3 annir á ári og reikni nú hver fyrir sig (322.500 á önn) og þá á ég eftir að borga fæði og uppihald, bækur, leigu o.s.fv.
EN ég myndi nú ekki gera þetta ef ég vissi ekki að þetta væri vel þess virði :) Það er dýrt að vera námsmaður en maður fær þetta margfalt til baka, er það ekki annars Birna?

Lög vikunnar


Jæja hér eru lög vikunnar og flest ykkar þekkja þau ábyggilega ekki og ef svo er þá eruð þið að missa af miklu. Fyrsta lagið er eftir hljómsveitina The Sleepy Jackson og heitir Come To This.
Hljómsveitin er mjög óþekkt hérna heima og sýnist mér annarstaðar en ef þið viljið heyra önnur góð lög með henni þá bendi ég t.d. á lagið Good Dancers sem er reyndar mjög ólíkt þessu lagi en samt mjög gott. Þeir voru að gefa út eitthvað efni en ég á eftir að kynna mér það. Það má geta þess að aðalgaurinn í sveitinni er eini upprunalegi gaurinn og hann er í raun og veru hljómsveitin en frá 1998 hafa verið 14-15 meðlimir í sveitinni og þar af 10 fyrrverandi meðlimir :)
Ef þið fílið ekki þetta lag, þá getur verið að þið fílið bara ekki lífið?!



Lag 2 í dag er annað frekar óþekkt lag með sveit sem heitir Electric Soft Parade og heitir lag vikunnar að þessu sinni There's a Silence en þeir eiga samt fullt af góðum lögum. Þeir eru ekki ólíkir Ash myndi ég segja eða allavegana þetta lag. Samkvæmt mínum heimildum hefur ekkert myndband verið gefið jafn fljótt út eftir upptöku og akkurat þetta myndband en það var tekið upp þegar þeir voru bara í kringum 18 ára aldurinn.
Aðal menn sveitarinnar eru víst bræður. Fyrst hétu þeir , svo The Soft Parade og að lokum The Electric Soft Parade. Það villl svo skemmtilega til að þeir voru að gefa út nýjan disk sem heitir No Need To Be Downhearted sem ég hef reyndar ekki enn hlustað á.



Ef þið hafið áhuga á að heyra fleiri lög með þeim þá mæli ég með t.d. I could cry, Empty at the End, Silent To The Dark, Start Again og Lose Yr Frown

Italia, here i come




Jæja þá er það bara Ítalía eða nánar tiltekið Róm á þriðjudaginn. Ég er voðalega slakur yfir þessu öllu saman og hef lítið spáð í ferðina sem mér finnst bara fínt. Ekki alltaf gott að vera kominn með allt á hreint þegar maður fer út. Gaman að hafa þetta sem smá ævintýri.
Ég veit samt að það eru víst klassa hlutir til að sjá þarna eins og hringleikahúsið sem ég er samt ekkert spes spenntur fyrir en ég ætla samt að sjá Vatikanið og sixtínsku kapelluna og fá mér mikið af eldbökuðum pizzum.

Ég fattaði reyndar að þetta er ekki fyrsta skiptið mitt í Ítalíu en ég keyrði einu sinni til Trieste og svo fór ég til Feneyja og bæði eru jú Ítalskar borgir svo ég er Ítalíuvanur en samt líður mér eins og ég sé að fara í fyrsta skipti.

Svo heyri ég að ég geti komist ansi langt á spænskunni minni á Ítalíu sem hlítur að vera gott miðað við að ég er búinn að taka núna 4 áfanga á bara 1 ári í stað tveggja og sá ekki fram á að ég myndi geta nýtt mér hana neitt.
Eru samt ekki til svona sniðugar bækur með Ítölskum setningum sem maður þarf oft að nota?

Annars ætla ég að taka helgina rólega eins og síðustu vikur hafa svo sannarlega verið hjá mér. Taka aðeins til, fara í bíó, kaupa mér stuttbuxur, æfa ítalska hreiminn og ganga frá því sem þarf að ganga frá og kaupa kannski eina afmælisgjöf ef ég nenni.

Ég ætla að fara að reyna að enda bloggfærslurnar mínar með einhverju svona sniðugu svo fólk hangi ekki bara í lausu lofti eftir lesturinn.

Pasta, pizza, drykkur
Farið vel með ykkur
Ítalía og fagrar hlíðar
Þangað til síðar

Ástarkveðja, Kolbeinn

Girls night out 2

Jæja það var bara annað girls night out í gærkvöldi. Í þetta skiptið voru það ég, magnús, Heimir, Einar og Marie og við tókum Employee of the month og auðvitað Clueless sem ég hafði aldrei séð. Hands down bestu myndir sem ég hef séð!
Þessi Girls Night out fara að verða grunsamleg hjá okkur :S

Útskrift og undarleg myndataka

Jæja þá útskrifaðist maður bara áðan, ja eiginlega í gær þar sem klukkan er 4 að nóttu. Ágætis útskrift nema hvað að ég þurfti að standa ansi mikið.
Lenti reyndar í ansi skrítinni myndatöku en hún var þannig að til að byrja með skellti ljósmyndarinn okkur í hópa sem tók langan tíma og svo stilltum við okkur loks upp og fannst ljósmyndaranum þá millimetrar milli fólks skipta miklu máli sem er svosem ekkert athugavert miðað við að þetta er mynd sem við munum halda í allavegana eftir miklar pælingar ljósmyndarans vorum við öll orðin svöng, þreytt í fótunum og pirruð og þá ætlaði hann loks að hefja myndatökuna en nei þá hafði hann gleymt filmunni og leitin hófst að henni.
Loksins fannst hún svo og áfram hélt hann að laga okkur til svo þetta væri nú allt eftir hans stöðlum og hófst svo loksins við að mynda á fullu.

Því næst færði hann myndavélina burt og tók aðra, með öllum þeim tilfæringum og hæðarstillingum sem það tók enda þurfti myndavélin að vera fullkomlega staðsett og hófst hann svo loks aftur við að mynda og þótti honum skrítið að við vorum ekki skælbrosandi eftir þetta allt saman en þetta er nú allt kannski eðlilegt miðað við mikilvæga myndatöku nema hvað að þegar hann hafði loksins lokið sér af og ætlaði að hætta myndatöku fattaði þessi fullkomnunarsinni ,sem ekkert virtist fara fram hjá, að hann hafði gleymt að kveikja á einhverjum kastara eftir að hann hafði ákveðið að taka hann úr sambandi fyrir myndatökuna til að venjulegir ljósmyndarar sem voru á staðnum frá blöðum og foreldrar fengju ekki jafn góða lýsingu og þurftum við því að hefja allt ljósmyndunarprocessið upp á nýtt með tilheyrandi tækjafluttningi, hæðarstillingum, filmuskiptum, tilfæringum á fólki o.s.fv. og í ofanálag vorum við búin að standa upp á sviði í Fsu í ég veit ekki hvað langan tíma og maginn var virkilega farinn að segja til sín :)

Ég fór svo á Rauða Húsið með fjölskyldunni og átti þar ansi góðan kvöldverð og vorum við þá reyndar aðal ljósmyndunarefni einhverra Bandaríkjamanna sem voru líka á staðnum og þótti þeim þetta stórmerkilegt að sjá okkur og ég var virkilega farinn að spá í að taka fyrir að pósa fyrir þau :) Annars var ég 1 af 3 útskriftarnemum sem voru á Rauðu Húsinu á sama tíma sem var frekar lame en mér fannst það bara sniðugt

Keyrði svo ömmu og afa í bæinn og skellti mér á hina ansi góðu Zodiak sem kom skemmtilega á óvart, þrátt fyrir að vera 3 tíma mynd og var ég loksins að renna í hlaðið núna eftir stutt stopp hjá Heimi þar sem ég var tekinn í ra*****ið í Tekken 4 og mundi ég þá ástæðuna fyrir því að ég spila ekki tölvuleiki :)


Girls night out

Við strákarnir ákváðum að eiga saman svona ,,girls night out í gærkvöldi.
Leigðum okkur Mean girls og tókum reyndar líka Harold & Kumar Go to White Castle svona ef við skyldum þurfa að fá smár strákamynd í okkur líka en þess var ekki þörf að okkar mati, Mean Girls var auðvitað bara frábær og næst verður tekin jafnvel enn meiri klassík en það er Bring It On: All or Nothing sem er framhald af hinni frábæru Bring it on frá 2000. Kannski að við sláum þeim bara saman á eitt kvöld og förum svo á smá trúnó eftir á ;)

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband