22.7.2007 | 23:20
Partý amma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.7.2007 | 20:43
Tómatsósumeistari frelsis
Hér kemur ljóð um hann Tryggva minn. Maður sem hefur snert svo mörg hjörtu í baráttu sinni. Ég veit að hugur þjóðarinnar er hjá honum. Tryggvi þú ert sigurvegari í mínum huga og við munum halda áfram á sigurbrautinni saman.
Tryggvi þetta er til þín:
Tómatsósumeistari frelsis
Barnið kveinar, Konan grætur
Engar fær hún barnabætur
Hvar liggur þitt fagra strá
Hvar liggur þín draumaþrá
Þú dökkhærði dýrðar foli
Þú drottins gullni moli
Sveiattann sveitattan
Hví lykta hans tær
Sveiattann sveitattan
Aldrei verður hann ballettdansmær
Stórir eru fæturnir
Heilinn stærri þó
Hjartað stærst af öllu
og allt vex draslið enn
Tryggvi heitir hann Tryggvi
og Tryggvi hann er stór
Já Tryggvi heitir hann Tryggvi
og Tryggvi hann er mjór
Fallegur ertu og fróður
duglegur jafnt sem góður
á þér hef ég miklar mætur
enda vinurinn ágætur
en jafnframt og framvegis, ávalt sem endranær verður hann alltaf...
Tómatsósumeistari frelsis
rjóði umboðsmaður visku
yndisfríði kiðlingur dirfsku
góðlegi öðlingur drottins
greindi spyrjandi lífsins
velklædda kanína ástar
Indæli huggari þjáðra
Já Tryggvi heitir hann Tryggvi
og Tryggvi hann er frábær
Bloggar | Breytt 17.7.2007 kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.6.2007 | 02:53
Roomies
Hafði samband við Bifröst þegar ég komst að því að hann Þorsteinn minn Rúnar, sem er líka að fara á Bifröst, þarf líka að vera í sumarbústað, og athugaði hvort við gætum ekki bara verið saman í bústað fyrst það eru 2 saman í hverjum bústað og viti menn það er bara þannig að núna verðum við Þorsteinn roomies.
Við erum að tala um að við munum búa í sumarbústað með heitum potti og læti. Allar græjur sko og þetta verður bara flott held ég.
Hlakka nú bara til að byrja :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2007 | 18:43
Mitt nýja heimili
Mitt nýja heimili mun verða Stóruskógar 11 sem finn reyndar hvergi á skrám hjá Bifröst og ég held reyndar að það sé sumarbústaður í nágrenni við Bifröst sem mér finnst eitthvað hálf lame en jæja maður verður að sætta sig við það sem maður fær.
Ef ég hef á réttu að standa þá er þetta heimilið mitt nýja:
http://www.sfr.is/files/zqtmxcy4a5_stóru-skógar_3586.jpg
http://www.sfr.is/files/kvgxud5thl_stóru-skógar_3582.jpg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.6.2007 | 00:00
Afmælisbloggið
Jæja þá er þetta fyrsta bloggið mitt á þrítugsaldrinum! Klukkan er akkurat á miðnætti sem þýðir að kallinn er tvítugur og það fyrsta sem ég ætla að gera í dag er að blogga!
Afmæliskveðja, Kolbeinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.6.2007 | 02:10
Lífið gengur sinn vanagang
Jæja get nú ekki sagt að margt hafi drifið á daga mína upp á síðkastið nema hvað að ég er jú byrjaður í nýrri vinnu sem er fínt. Fínasta vinna, afskaplega skemmtilegt starfsfólk og vinnan gæti varla verið nær mér! Tekur mig svona 2-3 mínútur að ganga í vinnuna hið mesta.
Annars á ég afmæli á miðvikudaginn og er ekki alveg viss hvað ég ætla að gera þann daginn. Held að ég taki mér nú ekki frí úr vinnu enda vantar mig pening og nóg hefur verið um frí hjá mér það sem af er sumri. Ætli maður fái sér ekki bara eitthvað gott að borða og leigi svo spólu eða skelli sér í bíó kannski en mér finnst það samt eitthvað svo lame fyrst flestir halda eitthvað rosalegt partý þegar þeir verða tvítugir..... hmm það yrði samt ábyggilega leiðinlegasta partý ársíns vegna þess að ég drekka ekki, reyki ekki og fer mjög sjaldan á böll..... hmm ég verð eitthvað að hugsa þetta en ég held að partý sé út úr myndinni.
Hvað get ég sagt fleira sniðugt
Ég er svoldið búinn að vera að pæla með Bifröst! Stórt skref að flytja að heiman eftir sumarið. Ég kann ekki að skúra, ég kann ekki á þvottavél, ég kann ekki að elda! Hver á að elda ofan í mig? Hver á að þvo þvottinn minn og síðast en ekki síst, hver á að þrífa íbúðina mína? Maður verður víst að læra þessa hluti fyrr rest en ég ætlaði að reyna að fresta þeim sem lengst og helst svo lengi að konan mín myndi bara redda þessu fyrir mig ;) nei nei ég segi nú bara svona. Það verður bara gaman að þurfa að læra að komast af og geta lært að elda og svona en ég vona að ég fái einstaklingsíbúð því að úff ég nenni eiginlega ekki að vera fastur með einhverju liði sem ég fíla ekkert og er svo blindfullt á kvöldin þegar ég ætla að horfa á friends :) Vá er maður félagsskítur ;) Best að senda Bifröst bréf og fá á hreint hvenar þessi íbúðamál komast á hreint :)
Jæja þangað til seinna. Kolbeinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2007 | 02:59
Leiguðu búðina frítt fyrir ykkur félagana!
Jæja jæja jæja Hvernig væri að fá herrafataverslunina Blaze (www.blaze.is) bara út af fyrir þig og vinina eitt kvöldið? Þér og vinum þínum að kostnaðarlausu!
Hvernig væri að fá svo léttar veitingar (bjór, gos og eitthvað sniðugt) meðan þið finnið ykkur eitthvað flott? Ekkert stress! Ekkert rugl! Bara þið í Kósíheit par exelans!
Svo erum við að tala um það að þið getið valið ykkur góðgerðarmál eða félagasamtök til að láta 10% af hagnaðinum renna til!
Við erum að tala um búðin er með allt sem þig vantar Hvort sem það eru geggjaðar gallabuxur, stórt úrval af jakkafötum, skyrtur, boli, peysur, bindi, belti, sólgleraugu, jakkar og ég veit ekki hvað og hvað. Við erum bara að tala um allt sem þú getur ímyndað þér! Ef þú ert karlmaður þá munt þú ábyggilega finna eitthvað flott á þig á Blaze!
Við erum að tala um það að það verður varla betra! og opnunin er ykkur kostnaðarlausu!. Lágmark svona 3-4 í hóp. Hámark svona sirka 10!
Sendu mér bara línu á kolbeinnk@gmail.com eða hringdu í kallinn í 848-6718 til að fá frekari upplýsingar eða panta búðina.
Frábær leið til að hrista hópinn saman og gera eitthvað skemmtilegt, eitthvað öðruvísi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2007 | 23:52
í Blaze
Jæja nú ættuð þið að geta heilsað upp á mig daglega á einum og sama staðnum sem er tískuvöruverslunin Blaze (www.blaze.is) þar sem ég er byrjaður að vinna :) Afskaplega skemmtilegur vinnustaður og ekki verður hann verri með minni innkomu. Ég er samt ekki byrjaður í 100% starfi en það kemur í ljós á morgun hvenar það verður.
Annars á ég svo afmæli eftir akkurat eina viku og þá verður kallinn 20 ára hvorki meira né minna.
Er að velta því fyrir mér hvað ég eigi að gera. Finnst lítið grill og póker vera orðið hálf þreytt eitthvað svo ég er að spá í að leggjast undir feld með þetta! Endilega komið með tillögur
Jæja þangað til seinna...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2007 | 21:29
Óeirðir og páfablessun
Jæja mikið búið að gerast síðustu daga. T.d. var ég í borgaraóeirðum þar sem mörg mörg hundruð lögreglu og sérsveitarmenn með hjálma og stóra skildi ásamt tugum brynvarðra bíla sem króuðu íbúa Rómar af inn í götu og þrengdu að þeim en um var að ræða mótmæli frá óeirðarseggjum og öðrum bush höturum og var meðal annars notast við táragas o.fl. Allar hliðargötur fylltar af tugum lögreglumanna og enginn fékk að fara úr stóru aðalgötunni nema í eina átt og ég var í miðri hringeyðunni á öllu saman og þeir sem vilja heyra alla söguna geta spjallað við og þið munið heyra eina bestu og ævintýralegustu sögu sem þið hafið heyrt.
Svo fór ég í Vatikanið í dag og sá páfann sem blessaði mannfjöldann og flutti ræðu á Latínu. Sá hann reyndar líka í gær þegar ég var á gangi í vatikaninu en þá keyrði hann ekki meira en 3 metra frá mér og vildi svo heppilega til að aðeins voru örfáir á þessu svæði sem hann keyrði í gegnum og sá ég því beint inn í bílinn.
Hér lifir maður bara á pasta og pizzum og lífið er sæla.
Meira seinna endilega lítið við hjá mér og heyrið alla söguna frá óeirðunum ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.6.2007 | 00:38
Myndir frá Róm
Jæja þá eru fyrstu myndirnar frá Róm komnar á netið. Ég tók vélina bara seinni partinn og komst að því að ég hafði gleymt að tæma kortið á vélinni svo ég gat bara tekið örfáar myndir og flestar voru teknar á ferð en ég set meira inn á næstu dögum :)
Hér er linkurinn á albúmið: Myndaalbúmið
og hér er svo mynd sem ég tók af vatikaninu áðan en ég tók hana einmitt á ferð og við vorum beygjandi svo ég rétti eiginlega bara út höndina og tók mynd og það vildi svo heppilega til að hún var ekki skökk og leiðinleg heldur bara ágæt. Sjáið restina af myndunum með því að klikka á linkinn hérna fyrir ofan og endilega gefið álit á myndirnar (b.t.w. lagði ekki mikið í myndatökuna svo þær eru kannski ekkert of spes) Já b.t.w. myndirnar eru stærri í albúminu en þetta :)

Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)