Gamla góða herbergið

Ligg upp í hálffullu herberginu mínu af dóti sem ég ætla að taka með mér á Bifröst. Sigrún kemur í fyrramálið og við höldum á Bifröst og tökum hann Mása bro með okkur.

Kemur svona smá söknuður í mann jafnvel þótt maður komi nú stundum heim um helgar og sé nú kannski ekki alveg 100% fluttur út for good en maður fer nú varla að flytja aftur heim eftir háskólanámið. Það má segja að þetta sé síðasta kvöldið sem ég er einn í rólegheitum í herberginu mínu á Bankaveginum sem 100% vistmaður þar, ég verð reyndar hér á laugar og sunnudag en þá verður Sigrún með mér og það er aðeins öðruvísi. Nú eignast maður eiginlega annað heimili á nýjum stað, nýtt herbergi og nýtt umhverfi sem er að svosem að vissuleiti spennandi en ég elska samt gamla góða herbergið mitt. 

Ég man þegar ég fékk herbergið en áður var ég í minnsta herberginu í húsinu, man þegar ég tók upp á því að mála allt herbergið kóngablátt og loftið líka og svo þegar ég ákvað að það gengi ekki lengur og málaði það enn og aftur, þegar ég kom nýja rúminu mínu fyrir í herberginu, öll þau skipti sem ég teiknaði upp herbergið í tölvunni til að endurraða herberginu fullkomlega rétt upp og öll þau skipti sem maður hefur slakað á í herberginu góða :)

 Ég ætla nú að reyna að koma sem oftast heim en maður verður samt alltaf hálf fluttur einhvernveginn og ég held að pabbi og mamma eigi eftir að sakna mín ansi mikið en kannski helst pabbi þar sem mamma þarf ekki lengur að dekra við mann en hann pabbi veit nú yfirleitt ekki hvað hann á að gera án okkar og honum sárnar mjög þegar við segjumst vera að flytja að heiman. 

Vissulega verður gaman að sigla á ný mið, prófa eitthvað nýtt og halda áfram náminu en ég fer samt ekki leynt með það að mér líður alltaf best þegar ég er heima á Bankaveginum og allir í fjölskyldunni eru á sínum stað en núna eru Friðfinnur og Magnús fluttir út og Melkorka auðvitað byrjuð að búa svo þetta eru klárlega ákveðin þáttaskil í lífinu hjá manni. Ég vona að herbergjunum verði aldrei breytt og maður geti komið í gamla góða herbergið þangað til húsið hrynur :=)

Jæja þá er best að halda áfram og koma sér í að pakka niður :)

  


Miss Teen USA 2007


Hún er svona snjöll þessi :)


Bifröst on my mind


Jæja þá er enn einu sinni búið að flytja mig til á Bifröst en ég held að núna sé ég kominn á einn besta staðinn í skólanum sem þeir kalla Gámatown. Já þið heyrðuð rétt, ég mun búa í skærgulum gámi með honum Þorsteini mínum Ég leit reyndar inn og þetta er mjög kósý pleis.

Ég hélt að við værum að tala um bláan Eimskipsgám með dýnu á gólfinu, hefði ég lítið kerti til að halda á mér hlýju og svo væri opnað fyrir mér á morgnana og kastað stöku sinnum í mig matarleyfum en nei nei þetta eru skærgulir gámar 50fm og parketlagðir :) Missi reyndar af heita pottinum en það eru samt tveir heitir pottar, líkamsrækt, lyftingasalur og ljósabekkur rétt hjá heimilinu mínu svo ég kvarta ekki.

Tek morgundaginn í að pakka niður og þarf svo að skjótast upp eftir á föstudag og kem mér fyrir en ætla að vera heima um helgina og mæti bara eldhress á mánudag. Kannski að maður líti niður í Fjölbraut á morgun svona rétt til að sýna mig og sjá aðra..þ.e.a.s. þá fáu sem eru eftir þar.


Lag dagsins er Georgia on my mind vegna þess að ef maður skiptir g út fyrir B, e út fyrir i, o út fyrir f, heldur r, g út fyrir ö, i út fyrir s og a út fyrir t þá fær maður út Bifröst on my mind sem er magnað!

Herbert Guðmundsson



Kom heim úr hringferð minni um landið í gær. Keyrðum þetta á 4 dögum sem er kannski frekari stuttur tími og þetta var ansi mikil keyrsla. Réttara sagt 1595,5km sem við keyrðum.

Það sem stóð upp úr ferðinni var samt ábyggilega þegar við hittum meistara Herbert Guðmundsson í sundlauginni á Akureyri og töluðum við hann í ábyggilega hálf tíma eða meira. Algjör snillingur þessi maður. Við þekktum hann ekki neitt en hann ætlar að koma heim til okkar í kaffi og koma með áritaðan best of disk frá sér í leiðinni.

Hann söng fyrir okkur í pottinum hluta úr laginu Cant Walk Away og útskýrði fyrir okkur textann sem er jú hans stærsti slagari og sagði okkur frá því þegar hann tók slagarann í brúðkaupi og fór á tvö hné fyrir framan brúðhjónin og söng hástöfum CANT WALK AWAYYYYYYYY.

Hann sagði okkur líka frá hvernig lögin verða til og hann er víst að vinna í nýrri plötu kallinn.

Svo hittum við hann aftur út á bílastæði og hann kvaddi okkur syngjandi. Söng um að það væri rigning eða eitthvað svoleiðis. Algjör stuðbolti og geggjað að spjalla við hann.

Hann er líka einhverskonar ísgerðarmeistari sem er eitthvað sem færri vita :)

Annars sáum við líka ýmislegt skemmtilegt á ferð okkar um landið en þannig vildi til að ég hafði fyrir þessa ferð bara komið á Vík og svo til Akureyrar svo ég átti eftir að sjá helminginn af landinu. Akureyri var geggjað og ég væri nú bara til í að búa þar og svo var jökulsárlón auðvitað bara flottt.

Svo byrjar maður í skólanum eftir rúma viku og það er ýmislegt sem ég þarf að huga að áður en hann byrjar en ég er samt ekki að nenna því alveg strax. Tek þetta allt saman með trukki í næstu viku.

Þeim sem vilja kynnast meistaranum Herberti Guðmundssyni er bent á http://www.myspace.com/hebbigud. lagið sem byrjar að spilast er reyndar einhver dansútgáfa af Cant Walk Away en hin er þarna líka og er eiginlega betri

Þhornsteinninn minn

Ég komst að því að ég þarf ekki að koma með neitt í sumarbústaðinn sem ég mun búa í og það þýðir meira að segja að ég fæ rúmföt. Ég er nú aldeilis ekki alveg nógu sáttur við það og fannst ég þurfa að koma með eitthvað í búið sem væri frá mér enda verður þetta heimilið mitt. Ég ákvað því að mála málverk til heiðurs sambýlismanni mínum tilvonandi honum Þorsteini og heitir verkið Þhornsteinninn minn. En auðvitað hefur hann Þorsteinn verið hornsteinn í lífi svo margra í gegnum tíðina að hann á skilið að vera upphaf þessa yndislega málverks. Ég mun svo hengja verkið upp á okkar nýja heimili og auðvitað eru fleiri verk á leiðinni

Lazy days

Jæja ég hætti að vinna á mánudaginn síðastliðinn og lífið hefur verið eintóm sæla síðan þá. Ég ákvað að gera alla þá hluti sem mig hefur alltaf langað að gera.
Ég byrjaði á því að leigja mér bækur og lá út í sólskyninu í gær og las. Svo keypti ég mér 4 liti af málingu og 2 striga og byrjaði að leika mér að mála.
Skellti mér líka upp í sumarbústað með Sigrúnu núna á mánudaginn sem var geggjað.

Ég var að vakna og sit hérna hálfklæddur og er að spá í að fara í göngutúr... eða ekki... eða bara eitthvað því það skiptir engu máli hvað ég geri því ég hef allan tíma í heimi til að njóta þess að vera frjáls.

Ég er svo auðvitað byrjaður að hugsa varðandi ljóðið til hennar Birnu og svo er ný ljóðabók í vinnslu og auðvitað heldur maður svo listaverkasýningu einhverntíman í framtíðinni... eða ekki... eða bara eitthvað því ég hef allan tíma í heimi til að gera hvað sem ég vil, hvenær sem ég vil.

Þannig að ef ykkar vantar einhvern til að fara með ykkur í göngutúr, einhvern til að koma heim til ykkar og hanga eða bara eitthvað þá er allavegana víst að hann Kolbeinn er ekki uppteknari en það eina verkefni dagsins sem ekki má færa til eru matartímar sem ég hef ákveðið að njóta til hins ýtrasta.

(b.t.w. ég er svo að fara í skóla sko í byrjun september svo fólk haldi ekki að ég sé að fagna því að vera atvinnulaus til lífstíðar)


Fyrsta bókin



Jæja þá er ég bara búinn að gefa út mína fyrstu bók og eitt stykki komið úr framleiðslu. www.lulu.com býður manni nefnilega upp á að gefa út sína eigin bók frítt og ég tók mig til og setti ljóðið um hann Tryggva minn á 250bls og skellti í prentun. Bókin kom svo í gær og afhenti ég Tryggva hana við mikinn fögnuð en hafði ekki hugmynd afhverju hann var kallaður heim til mín. Ég var búinn að hringja í hann á síðustu dögum segjandi að ég myndi kalla hann heim til mín á næstu dögum því ég þyrfti að ræða aðeins við hann og var voða alvarlegur í tali alltaf en sagði að ég myndi hringja í hann þegar ég væri tilbúinn að ræða við hann.

 Bókin heitir Tómatsósumeistari frelsis og er fáanleg á http://stores.lulu.com/store.php?fAcctID=1158615

 Fleiri bækur eru svo væntanlegar á næstunni og stefni ég að því að gefa út ljóðabókasafn á næstunni.


Hlaupamyndin

Hér er svo mynd af meistaranum

http://hlaup.is/photogallery.asp?cat_id=534&page_id=1&photo_id=17955

 

Annars var ég í sæti 195 og Magnús í sæti 178. Það munaði ekki nema 2mínútum á okkur og í aldursflokkaskiptingu var ég beint fyrir neðan strákinn í sæti 90 og hann í 89.


Boladreifing og Vatnsmýrarhlaup!

Jæja ég kláraði að dreifa umferðarátaksbolunum í gær sem ég og Jón Stefán létum framleiða. 500stk farin og þau gjörsamlega ruku út. Hver segir hvort sem er nei við fríum bol. Nú erum við að fara að rukka auglýsendurnar til að geta borgað þessa blessuðu boli :)

 Annars fór ég í Vatnsmýrarhlaupið í fyrradag og var ekki búinn að þjálfa mig neitt. Hef ekki hreyft mig í ég veit ekki hvað langan tíma og ég held að ég hafi nánast ekkert þol. ALLIR tóku fram úr mér í byrjun enda 99% af fólkinu í spandex göllum á meðan að ég var eini maðurinn á svæðinu sem var ekki einu sinni í hlaupaskóm og bara í blakstuttbuxunum mínum og einhverjum jakka haha vá hvað ég var ekki íþróttalegur ;) En allavegana þá voru þarna nokkrar fitubollur sem ég hélt í við. Fyrst var ein fitubolla fyrir framan mig sem ég hélt í og einhver 70 ára kall en svo þegar leið á hlaupið þá seig kallinn fram úr þeim. Næst var svo að taka fram úr einhverjum kellingum sem voru að hlaupa og á endanum tók ég fram úr alveg nokkrum fitubollum og hljóp svo fram úr einni þegar ég kom inn í lokagötuna og tók af henni gullið. þ.e.a.s. það voru ekki til nægilega margir verðlaunapeningar og ég fékk þann síðasta :D Vúh! En vá þarf ég að koma mér í form.

 Er að spá í að taka bara sömuvegalengd í Glitnis Marathoninu til að sjá hvort ég get ekki bætt tímann minn ;)

Svolítið sorglegt samt þegar helsti keppinautur manns er 50 ára gamall þybbinn prestur og 70 ára gamall kall sem ég held að hafi nú bara dáið einhverstaðar á leiðinni ;) hah


Allir þurfa að fá sitt... nema ég

Vildi svo skemmtilega til að hann pabbi gleymdi að skila inn skattaframtalinu mínu til bókhaldarans sem þýðir að skatturinn ákvað að jafnvel þótt hann sæi að ég ætti ekki að borga skatt, og að jafnvel þótt að allir launamiðarnir og allt væri forskráð inn í kerfið, og ég hefði í raun bara þurft að ýta á staðfesta, að draga af mér 320.000 kall sem dreifist á næstu 5 mánuði og því þurfti ég að borga 52.000 kall í ekki neitt núna áðan.

Svo þurfti ég að greiða yfirdráttinn minn sem var 105.000 kall og vá ætla ég aldrei að fá svoleiðis aftur.

Svo fékk ég aðeins vitlaust útborgað og fæ það leiðrétt næstu mánaðarmót.

Þannig að nánast allir peningarnir mínir sem ég vann svo mikið fyrir eru farnir í eitthvað rugl en ég á samt 60.000 kall eftir og á von á smá meiri pening í næstu viku vonandi annarstaðar frá svo þetta reddast nú allt saman. Nú verður maður bara að vera sparsamur :S

Uss. það er ekki gaman að vera fátækur. Og það sem er verst er að þetta skattaframtalsdót er víst svo létt að það er bara hálfvitalegt að vera að láta einhvern bókhaldara sjá um það fyrir mig.

Jæja nóg af leiðindum í bili ;)

Kolbeinn


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband