14.2.2008 | 23:19
Læstur úti í nótt
Var að vinna áðan með Hrafnkeli í Rekstrarhagfræðinni en fór svo heim. Þegar ég kom áttaði ég mig á því að ég hafði skilið lykilinn eftir í úlpunni minni sem var inni í íbúðinni og Þorsteinn farinn til Selfoss og hafði læst á eftir sér :S
Ég fór niður í rækt þar sem húsvörðurinn var að klára að loka og segi honum harmsögu mína og spyr hann hvort hann geti opnað fyrir mér þar sem hann var nú ekki sofandi, ekki neitt sérstaklega upptekinn, með lyklana hengda á sig og við vorum örstutt frá íbúðinni. jújú það var ekkert mál að opna en það kostar 5000 kall.
Ég hefði skilið gjaldtöku ef hann væri sofandi, ekki á vakt, á bakvakt eða eitthvað mjög upptekinn en hann var ekkert af þessu og hafði í rauninni ekkert að gera. Spjallaði við okkur heillengi um hvað þetta væri heimskulegt en neitaði samt að opna.
Vildi svo heppilega til að Hrafnkell ætlaði að sofa hjá kærustunni svo ég krassa bara hjá honum og kaupi mér svo nýjan lykil í fyrramálið á 1000 kall.
Fékk 9,5 úr síðasta stærðfræðiprófi og rugl ánægður með það. Tók svo annað í morgun og gekk bara nokkuð vel. Það tekur samt helvíti mikið á að fara í eitt próf í viku.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.