Fangi á eigin heimili

Í gærkvöldi kom Þorsteinn heim á Miðnætti. Hann þurfti að moka frá hurðinni eftir göngutúrinn og fór svo sína leið. Kl 3 um nóttina kom ég svo heim úr stærðfræðilestri og þá voru engin ummerki um mokstur heldur hafði snjóað aftur hressilega fyrir hurðina og það mikið að ég þurfti að spyrja fótunum í húsið til að ná að opna hurðina. Veðrið var þá orðið fáránlegt og stormurinn gerði það að verkum að húsið skalf og nötraði í nót.
Svo vaknaði ég í morgun rétt fyrir átta og ætlaði í stærðfræðipróf. Ég þurfti að mæta eftir nokkrar mínútur og Þorsteinn líka. Þorsteinn tók í hurðarhúninn og ætlaði að ganga út... það virkaði ekki. Það var eins og hurðin væri læst en það var hún ekki. Þorsteinn hélt áfram að reyna að opna hurðina og á endanum var það komið svo langt að maður nánast hljóp á hurðina en hún haggaðist ekki. Þetta var eins og að reyna að opna læsta hurð.
Á endanum varð mér litið inn í eldhús og sá ég þar stofugluggann en þar var snjórinn jafn hár ef ekki hærri en gluggakistan.
Ég opnaði gluggann og óð út. Þegar út var komið óð ég í mittisháum snjó hringinn í kringum gámana þangað til að ég loksins komst að hurðinni okkar sem var þá svo þakin snjó að það var líkt og jarðýta hefði ýtt snjó upp að henni, sirka 1,2m hár skafl sem náði alla leið út að göngustíg.
Ég greip skóflu og byrjaði að moka og moka á fullu þangað til að ég hafði mokað nóg til að Þorsteinn gæti opnað rifu á dyrinni og smeigst sér út.
Við hlutum síðan í prófið. Másandi gekk ég inn í stofuna með blóðbragð í munninum og tóman maga og þá var kennarinn veðurteptur og prófinu hafði verið frestað um hálftíma.
Nágrannar okkar þurftu líka að skríða út um glugga til að komast í prófið.

Alltaf jafn gaman að vera með hurð sem opnast út en ekki inn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband