Geðveikisdagar

Ég hef svo mikið að gera að ég hef hingað til ekki séð hvernig ég mun komast yfir allt það sem ég er búinn að gera. Nú er þó farið að sjá fyrir endann á þessu og ég er kominn yfir mestu hæðina. Síðustu tveir sólarhringar hafa verið algjör geðveiki. Er að skrifa Rekstrarhagfræðiritgerð sem er búin að sitja á hakanum í allt of langan tíma. Í gærkvöldi voru komnar 5 línur. Í dag þurftum við að klára ritgerðina að mestu leiti (10-11bls af hreinum texta + útreikningar+ 10 ára rekstraráætlun+allskonar áætlanir+allskonar gröf) og klára tímafrekt tölfræðiverkefni fyrir miðnætti.

Það heppnaðist nokkurnveginn. Tölfræðin fór inn kl 23:48 og ritgerðin er mjög langt komin.

Svona fór dagurinn: 

Byrjaði í kringum 10:30 í Rekstrarhagfræðinni (vann meira að segja í henni í lögfræðiverkefnatíma) 

... ég ætlaði að skrifa upp daginn en hann er bara algjört blörr og ég man ekkert hvernig hann fór, er eiginlega bara ein súpa. 

Man ekkert hvað gerðist frá hádegi til kvöldmats. Man að ég fékk mér hálftíma matarhlé kl 8,svo man ég ekkert þangað til kl 24:00 þegar ég fékk mér coke á kaffihúsinu. Eftir að ég kláraði tölfræðiverkefnið og hélt svo áfram í rekstrarhagfræðinni hjá Hrafnkeli til 3. Kom svo heim og hélt áfram í henni þangað til núna fyrir örskömmu.

 

Semsagt frá 10:30-03:30 = 17 tímar (sirka klukkutími í hlé = 16 tímar af vinnu)

Gærdagurinn var nánast jafn geðveikur og lært var allan daginn hjá Hrafnkeli frá morgni til nætur í Rekstrarhagfræðinni.

Nú fer ég að sofa, vakna á morgun, held áfram með ritgerðina í kannski 3 tíma og fer svo beint í að læra undir stærðfræðiprófið á fimmtudag og áætla að klára prófundirbúninginn kl svona 2-3 eftir miðnætti á morgun. Fer í prófið á fimmtudag og fer svo beint í lögfræðiverkefnið eftir það og svo vonandi heim þar sem það er frí á föstudag. 

 

Eins gott að ég fái gott fyrir þessa ritgerð, tölfræðiverkefnið og prófið á fimmtudag 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband