Em að byrja

Er það skrítið að ég dýrki Íslenska landsliðið svo mikið að eitt versta móment sem ég hef upplifað sé þegar við töpuðum gegn dönum á Hm 2007? Og að gjöf nr. 1 á jólagjafalistanum mínum og eiginlega það eina sem mig langaði í var Íslenski landsliðsbúningurinn í handbolta.

 En allavegana þá er EM að byrja núna á morgun og ég er ágætlega bjartsýnn en þó kannski ekki endilega að spá okkur verðlaunasæti. Mikil meiðsli og svona.

Annars er ég byrjaður á fullu í skólanum og verkefnaálagið er að vanda mjög mjög mikið.

 Annars var ég að kaupa mér nýja tölvu http://www.hdatech.com/hardware/MacBookPro.jpg sæki hana væntanlega á föstudaginn.

 Og svo fékk ég Elko til að gefa mér þennan síma http://www.letsgodigital.org/images/artikelen/695/samsung-sgh-u600-review.jpg þar sem minn í staðinn fyrir minn nokia 5300 sem ég hef áður þurft að skipta út vegna þess að hann heldur áfram að bila. Fæ hann væntanlega á næstu dögum ef guð lofar.

Semsagt nýr sími, ný tölva, enduruppraðað herbergi, Em að byrja, byrjaður í ræktinni, hættur að borða nammi á virkum dögum og jafnvel að spá í að kaupa mér ljósakort til að vera ekki eins og algjör næpa í mesta skammdeginu þótt ég hafi mjög sjaldan farið í ljós yfir ævina... sé samt til


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband