13.3.2008 | 14:08
Fékk mér einn japana
Ég var að gerast pabbi eða eitthvað. Háskólinn á Bifröst var að óska eftir mömmum fyrir skiptinemana sem koma í sumar. Ég sagði þeim að ég skildi taka að mér einn japana en ég harðneitaði í nafni réttindabaráttu karla að vera mamma hans, ég skyldi aðeins AÐEINS vera faðir hans.... hún sættist á það og nú sé ég um einn japana í sumar. Það verður gaman að rugla eitthvað í honum, segja honum að kúkur þýði hæ eða eitthvað hahaha... vá hvað ég er þroskaður :D
nei nei þetta verður bara gaman enda eru allir hérna með börn nema ég og tími til kominn að maður fái sér einn svona krakka. Ég krefst þess að hann taki upp Kolbeinn sem föðurnafn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2008 | 10:24
Önnin brátt á enda
Búinn með alla fyrirlestra og verkefni annarinnar sem þýðir bara ,,páskafrí" á morgun, svo upplestrarfrí, prófavika og svo misserisverkefnisvinna sem varir í 2 vikur og að því loknu hefst 6 vikna sumarönn og svo kemur loksins sumarfrí í 2 mánuði og eftir það verður svo brunað með næstu vél til útlanda. Ég vonast til að komast í Griffith College í Dublin en aðsóknin er mikil og aðeins einn kemst að úr hverri deild svo líkurnar eru ekki miklar. Ég geri ráð fyrir því að fara til Kína ef ég kemst ekki inn í Griffith College sem yrði auðvitað massíft. Búa í Sjanhæ og upplifa kínverska menningu sem á víst að vera allt öðruvísi en sú íslenska... sjáum hvað gerist :)
Kolbeinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2008 | 01:54
Ávörp
Fæ alltaf óendanlega mikinn kjánahroll þegar fólk ávarpar mig vinur þegar ég tala við það og þá sérstaklega þegar það er venjulegt fólk en ekki fólk sem talar bara alltaf svona eins og prestar sem eru að reyna að hljóma ljúflyndir.
Svo finnst mér líka fáránlegt þegar fólk sem ég vel ávarpar mig sæll í síma eins og ég sé einhver ókunnugur maður. Ég heilsa fólki iðulega með hæi sem ég þekki vel. Ég ávarpa fólk sæll ef mér er eitthvað í nök við það og sæll og blessaður ef ég þekki það ekki.
Verst er þegar fólk blandar þessu saman og ávarpar mig sæll vinur. Þá líður mér eins og ég sé vangefinn (með fullri virðingu fyrir þeim) og það eina sem vantar er að fólk klappi á kollinn minn og brosi til mín og ég brosi til þeirra á móti og slefi.
Annars er mjög fyndið að fara á Mcdonalds þessa dagana þar sem einhver hefur greinilega skipað starfsfólkinu að ávarpa fólk á fáránlegan hátt en það er svona: Góðan daginn og hjartanlega velkominn á Mcdonalds, get ég aðstoðað?
Ég held að kjánahrollurinn nái í nýjar hæðir þegar ég heyri þessa kveðju. Ég heilsa iðulega á móti: Já þakka þér hjartanlega vel fyrir hjartanlega. Láttu mig góðborgaramáltíð... Hjartans innilegar þakkir... hjartanlega. Eftir það er ég ekki jafn hjartanlega velkominn í þeirra augum...
Annars er ég byrjaður að heilsa með eftirfarandi kveðjum sem vekja ábyggilega upp kjánahroll hjá einhverjum:
Já góðan daginn og glaðann haginn (bæti stundum við út um allan bæinn eða til í að mála rauðan bæinn?)
Ferskur og kátur? Til í slátur? (vantar eitthvað sem rímar við kát... kannski nammiát eða spíttbát... hmm nee)
fleira var það ekki sem truflar mig í dag nema hvað að dagurinn hefur farið í slökun og rólegheit þar sem skólinn er farinn í algjöra pásu fram að páskafríi fyrir utan eitt próf á fimmtudag í stærðfræði... svo fer ég bara í lokapróf eftir páska.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2008 | 00:33
Kashmir - Rocket Brothers
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2008 | 10:04
Ritgerðarskrif og næturvökur
Jæja gærdagurinn var líka hálfgerð geðveiki. Var allan daginn með Hrafnkeli að klára ritgerðina sem við skiluðum inn innbundinni kl 22:30 og svo aftur kl 23:47. Þá voru þetta svona 12-13 tímar í gær sem fóru í hana.
Eftir miðnætti hitti ég svo Grétar skólafélaga minn, þar sem ég átti að mæta í próf kl 08:00 í morgun og við ætluðum að fara yfir stærðfræðina fyrir prófið. Ég fór því að sofa kl 05:30 í morgun og mætti svo ferskur í prófið... svona næstum því.
Fékk samt 9 fyrir stærðfræðipróf síðustu viku sem ég var rugl ánægður með. verð eitthvað lægri núna en ég er sáttur þar sem ég ætlaði að taka slepp á prófið út af verkefnaálagi.
Svo er það lögfræðin í dag og helgarfrí...
Vantar svo að finna mér vinnu í sumar... hmm
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2008 | 03:50
Geðveikisdagar
Ég hef svo mikið að gera að ég hef hingað til ekki séð hvernig ég mun komast yfir allt það sem ég er búinn að gera. Nú er þó farið að sjá fyrir endann á þessu og ég er kominn yfir mestu hæðina. Síðustu tveir sólarhringar hafa verið algjör geðveiki. Er að skrifa Rekstrarhagfræðiritgerð sem er búin að sitja á hakanum í allt of langan tíma. Í gærkvöldi voru komnar 5 línur. Í dag þurftum við að klára ritgerðina að mestu leiti (10-11bls af hreinum texta + útreikningar+ 10 ára rekstraráætlun+allskonar áætlanir+allskonar gröf) og klára tímafrekt tölfræðiverkefni fyrir miðnætti.
Það heppnaðist nokkurnveginn. Tölfræðin fór inn kl 23:48 og ritgerðin er mjög langt komin.
Svona fór dagurinn:
Byrjaði í kringum 10:30 í Rekstrarhagfræðinni (vann meira að segja í henni í lögfræðiverkefnatíma)
... ég ætlaði að skrifa upp daginn en hann er bara algjört blörr og ég man ekkert hvernig hann fór, er eiginlega bara ein súpa.
Man ekkert hvað gerðist frá hádegi til kvöldmats. Man að ég fékk mér hálftíma matarhlé kl 8,svo man ég ekkert þangað til kl 24:00 þegar ég fékk mér coke á kaffihúsinu. Eftir að ég kláraði tölfræðiverkefnið og hélt svo áfram í rekstrarhagfræðinni hjá Hrafnkeli til 3. Kom svo heim og hélt áfram í henni þangað til núna fyrir örskömmu.
Semsagt frá 10:30-03:30 = 17 tímar (sirka klukkutími í hlé = 16 tímar af vinnu)
Gærdagurinn var nánast jafn geðveikur og lært var allan daginn hjá Hrafnkeli frá morgni til nætur í Rekstrarhagfræðinni.
Nú fer ég að sofa, vakna á morgun, held áfram með ritgerðina í kannski 3 tíma og fer svo beint í að læra undir stærðfræðiprófið á fimmtudag og áætla að klára prófundirbúninginn kl svona 2-3 eftir miðnætti á morgun. Fer í prófið á fimmtudag og fer svo beint í lögfræðiverkefnið eftir það og svo vonandi heim þar sem það er frí á föstudag.
Eins gott að ég fái gott fyrir þessa ritgerð, tölfræðiverkefnið og prófið á fimmtudag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2008 | 17:54
Verðbólga á Íslandi hvað?
Verðbólga á íslandi hvað...
66212% verðbólga í Zimbabwe í Desember en hún er samt talin vera helmingi hærri í alvörunni.
Verðbólga í Zimbabwe 66.212% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2008 | 02:36
Kosningar í USA
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2008 | 02:32
Tekinn
http://www.youtube.com/watch?v=Ajm5JTf7jZs
John MacCain tekinn illilega í viðtali. hah
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2008 | 11:43
Fastur út og fastur inni
Ég er ábyggilega einn af fáum einstaklingum hér á Bifröst sem hefur læst sig bæði inn í íbúðinni og út úr henni á sömu önn.
Um daginn var ég fastur inn í henni út af snjó og núna inni út af lyklaleysi.
Keypti mér aukalykil áðan í afgreiðslunni í staðinn fyrir að láta húsvörðinn opna fyrir mér á 5000 kall í gærkvöldi.
Krassaði hjá Kela í nótt þar sem hann gisti hvort sem er hjá Tinnu sinni og ég ætlaði ekki að trúa því hvað það heyrist mikið á milli herbergja í Hamragörðum. Ég hlustaði bara á sambandsslit í beinni útsendingu í nóttt sem voru í gangi í næstu íbúð eða út á gangi. Þetta var eins og besta útvarpsleikhús, verst að ég átti ekki popp til að jappla á meðan ég hlustaði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)